Sunday, February 12, 2012

Gulrótarkaka með dásamlegu kremi.


Á helgum er nauðsynlegt að baka eina köku, sérlega á sunnudögum. Mamma mín var ansi dugleg við baksturinn þegar að ég var yngri og það var fátt dásamlegra en að sofa út og vakna svo við kökuilm. Ljúffeng kaka kemur skapinu í lag, gott fyrir sálina. Hér kemur uppskrift af Gulrótarköku, svakalega djúsí og góð. Njótið vel!

Uppskrift

350 gr. Gulrætur
125 gr. Púðursykur
4 Egg
300 gr. Sykur
110 ml. Olía
1 msk. Vanilla Extract
2 Litlar dósir ananas (saxaðir)
330 gr. Hveiti
1 tsk.  Matarsódi
½ tsk. Salt
4 tsk. Kanil
Safi úr ½ sítrónu


 Byrjum á því að kveikja á ofninum, stillum hann á 180°C.
Rífum gulrætur með rifjárni og blöndum þeim saman við púðursykurinn. 

 Leggjum blönduna til hliðar í rúma klukkustund.


 Hrærum egg og sykur saman  í nokkrar mínútur.
Ananas, Vanilla extract og Olía


 Bætum því út í eggjablönduna. Setjum sömuleiðis þrjár msk af ananas-safanum í blönduna.
Náum okkur í aðra skál og sigtum hveiti, matarsóda, salt og kanil tvisvar til þrisvar sinnum í gegnum sigtið.

 Blöndum því við eggjablönduna í nokkar mínútur, náum okkur svo í gulræturnar og blöndum því saman við. Síðast en ekki síst fer sítrónusafinn góði!

  Smyrjum form og látum deigið í formið.
Inn í ofn við 180°C í 40 – 45 mínútur. 

Ég notaði hvítsúkkulaðikrem á kökuna, uppskrift finnur þú hér en ég bætti 250 gr. af hreinum Philadelphia rjómaost saman við. 

 Mikilvægt að kæla kökuna mjög vel áður en að við setjum kremið á. 



 Þetta krem er eitt það besta sem ég hef smakkað <3 

Ljúffeng með rjóma. 
Hún er svakalega djúsí og góð. Ég er ótrúlega hrifin af gulrótarkökum og er þessi uppskrift orðin ein af uppáhalds. Mæli hiklaust með að þið prufið. 

Ég vona að þið eigið dásamlegan sunnudag. Gerið vel við ykkur og fáið ykkur eina kökusneið eða svo, jafnvel tvær. Það er nú einu sinni helgi. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

16 comments:

  1. Hæ, kíki reglulega hingað inn til að slefa yfir dásemdunum en er alltof löt við að kvitta. Ég deili þessari bakstursást með þér, finnst helgin eiginlega ómöguleg ef ég næ ekki að baka eina sort, það besta í heimi er nefnilega nýbakað bakkelsi :) Það er hins vegar minni tími svona á seinni árum með þrjú börn ;) Vertu bara dugleg að nýta þinn áfram!!
    kv frá EGS
    Heiða

    ReplyDelete
  2. Ein spurning.. Hvað er þetta vanilla extract ?? og hvar fæst það ?? :)

    ReplyDelete
  3. Vanilla Extract er "alvöru" vanilluvökvinn. Vanilludroparnir eru ágætir en gefa alls ekki sama bragð, extract gefur bakstrinum virkilega mikið og gott vanillubragð. Ég byrjaði að nota extract fyrir um það bil hálfu ári og ég vil ekki helst ekki nota vanilludropa, maður finnur mikinn mun.

    Ég keypti Vanillu Extract í Hagkaup, vissulega eru þeir dýrari en droparnir en að sama skapi nýtast þeir lengur þar sem maður þarf mun minna af því til þess að fá rétta bragðið :)

    Kær kveðja

    Eva

    ReplyDelete
  4. Elska gulrótaköku.
    Ætla að prófa að baka þessa.

    ReplyDelete
  5. Ok .. snilld.. Best að prófa þessa dropa OG þessa köku! mmm.. takk fyrir gott blogg ! :)

    Kv. Ragna

    ReplyDelete
  6. Vantila extract fæst líka í kosti :) ég bar saman verðið á vanilludropunum og því og það var ódýrara :) p.s frábært síða hjá þér :)
    kv Harpa

    ReplyDelete
  7. Nammi namm, aetla sko ad prufa tessa!
    Elska gulrótakökur og tessi er bara einum of girnileg :)

    ReplyDelete
  8. Er nauðsynlegt að baka þessa í tvo botna eða er í lagi að baka einn botn og setja krem ofan á? :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Alls ekki nauðsynlegt :) Bara það sem þér þykir betra.

      Delete
    2. Ef ég set hana í einn botn, hvað þarf ég þá að baka hana lengi? :)

      Delete
  9. Takk fyrir frábæra uppskrift, þessi sló í gegn í 6 ára afmæli!

    ReplyDelete
  10. Elska gulrótarkökur og elska þessa uppskrift :D Takk fyrir :)

    ReplyDelete
  11. Er hægt að gera ròsir með þessu kremi?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl Freyja. Já það er hægt að gera rósir, ef þér finnst kremið of mjúkt er ágætt að leyfa því að standa í ísskápnum í ca. korter. Þá ætti að vera lítið mál að sprauta kreminu á kökuna.

      Bestu kveðjur,

      Eva

      Delete
  12. Hversu mikilvægt er að sigta hveitið saman við áður en það blandast útí? Hver er tilgangurinn?

    ReplyDelete