Thursday, June 28, 2012

Pestófiskréttur


Fiskur er í miklu uppáhaldi hjá mér, það er ansi skemmtilegt að prufa sig áfram og prufa nýja rétti. Þessi réttur er ansi góður að mínu mati, með smá Ítölsku ívafi þó svo að ég hafi litla hugmynd um Ítalska matreiðslu þá ætla ég samt að segja að þessi réttur sé með Ítölsku ívafi. Þessi réttur hentar sérlega vel hvenær sem er. 

Ég vona að þið njótið vel. 

Fiskur með pestó, ólífum og parmesan. 

2 ýsuflök (eða bara sá fiskur sem ykkur þykir bestur)
1 krukka rautt pestó
1/2 krukka fetaostur, olían má fara með
10 - 15 ólífur
6-7 kirsuberjatómatar
parmesan ostur, ferskur rifinn
salt og nýmalaður pipar

Skolið fiskinn vel. Kryddið með salti og nýmöluðum pipar, leggið fiskinn í eldfast mót. Náið ykkur í skál, hrærið saman pestóinu og fetaostinum. Dreifið blöndunni yfir fiskinn, skerið ólífur og tómata í litla bita og dreifið yfir. Kryddið með salti og nýmöluðum pipar, sáldrið smá parmesan osti yfir fiskréttinn að lokum. 

Inn í ofn við 180°C í 20 - 25 mínútur. 

Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum og fersku salati. 




 Parmesan ostur, hentar vel í matargerð og er algjörlega dásamlegur. 
 Rauðvín til hliðar, því ef maður ætlar að fara til Ítalíu í huganum þá verður rauðvín að fylgja með. 



 Fallegir litir 

 Tilbúið og ljúffengt



Ekki spara parmesan ostinn því hann gefur réttinum einstaklega gott bragð. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

3 comments:

  1. Ótrúlega girnilegt! Þetta verður prófað um helgina :)

    ReplyDelete
  2. Var að elda þennan rétt....og hann er guðdómlegur :) Eva ég er alltaf að prófa eitthavað frá þér og það er bara allt gott ;)kv B

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir frábært matarblogg og hugmyndir, bloggið er nú nýjasta "uppskriftarbókin" mín í eldhúsinu, er með ipadinn á kantinum. Kv. Silja

    ReplyDelete