Pestókjúklingur
Ég er einstaklega hrifin af þessum rétt, mjög einfaldur og
fljótlegur. Kjúklingurinn verður svo safaríkur og góður í pestósósunni.
Gott er
að bera kjúklinginn fram með fersku salati, hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.
Fyrir 4 – 5 manns.(Eins og þið sjáið á myndum hér fyrir neðan þá tvöfaldaði ég uppskriftina)
5 kjúklingabringur
1 stór krukka af rauðu pestó
1 krukka fetaostur
Salt og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 180°C. Skolið kjúklingabringurnar og leggið
þær í eldfast mót.
Kryddið bringurnar með salti og nýmöluðum pipar. Blandið pestóinu
og fetaostinum saman í skál, notið gaffall til þess að stappa fetaostinum vel
saman við pestóið.
Dreifið blöndunni yfir kjúklinginn og inn í ofn við 180°C í 35
– 40 mínútur.
Fetaostinum bætt við pestóið, notið gafall til þess að stappa hann vel saman við pestóið.
Lítur ansi vel út!
Kjúklingabringurnar komnar með sitt krydd.
Pestóblöndunni dreift yfir.
Tilbúið og lyktin dásamleg.
Agalega góð máltíð sem ég mæli innilega með að þið prufið.
Ég vona að þið eigið góðan mánudag.
xxx
Eva Laufey Kjaran
Þessi er æði og við notum líka oftast döðlur með það er sjúkheit :)
ReplyDeleteÞað hljómar ansi vel, ég ætla að prufa að setja döðlur með næst. :)
DeleteMætti ekki alveg eins nota grænt pestó?
ReplyDeleteKv., Gerður
Það er hægt að nota grænt pestó, mér finnst það rauða betra svo ég nota það. :)
DeleteThis comment has been removed by the author.
ReplyDeleteÉg sé það er þarna á myndinni bæði Jamie Oliver pestó og Ora pesto, notarðu bæði? Líst annars rosavel á þetta, ætla að prófa :-)
ReplyDeleteJá ég notaði bæði í þetta sinn, keypti Jamie Oliver pestóið en fannst ein krukka of lítið þannig ég notaði Ora pestó krukkuna sem ég átti. En ég hefði heldur kosið að vera með tvær Jamie Oliver krukkur.
DeleteNotar maður alla oliuna frá fetaostinum eða veiðir maður ostinn upp úr krukkunni?
ReplyDeleteOlían er með! :)
DeleteÉg geri einmitt svona líka með döðlum og þegar ég vill gera extra vel við mig set ég furuhnetur líka - sjúkt gott ;)
ReplyDeleteKv. Karí
Það hljómar mjög vel Karí.:)
DeleteÞegar ég geri þennan rétt þá helli ég olíunni af fetaostinum í pestóið (ekki ostinn) og set það yfir kjúllann og set hann í eldfast mót.
ReplyDeleteÞá sker ég niður tómata í sneiðar og raða yfir og tek svo fetaostinn og myl hann allann yfir tómatana, það er hrikalega gott :)
Kv. Sylvía
Hljómar mjög vel Sylvía. :)
DeleteGerði þennan rétt í kvöldmatinn, rosalega góður! Takk fyrir mig :)
ReplyDeleteHrikalega gott að setja líka mulið RitzKex yfir, kemur smá "krispí"! :)
ReplyDeleteKv.Systa