Þessi eftirréttur er algjör sumarsnilld, einfaldur og ljúffengur.
6- 8 sneiðar ferskur ananas
4 msk smjör, brætt
3 msk púðursykur
1 tsk kanill
Hitið grillið eða pönnuna , skerið ananasinn í sneiðar. Blandið smjörinu, púðursykrinum og kanil saman. Penslið ananasinn með kanilblöndunni og grillið/steikið þá í svolitla stund. Setjið ávextina á álbakka ef þið ætlið að grilla þá og látið þá bakast aðeins lengur.
Berið ananasinn fram með ís, súkkulaði-eða karamellusósu og stráið ef til vill smá kókosmjöli yfir eða hnetum. Ferlega gott! Ég mæli með að þið prufið.
Ég vona að þið hafið átt góðan dag í sólinni
xxx
Eva Laufey Kjaran
No comments:
Post a Comment