Thursday, July 5, 2012

Sumardagur

 Veðrið er búið að vera dásamlegt í dag, ég fór í klippingu og átti huggulegt deit með vinkonu minni í Reykjavíkinni.

  Þegar heim var komið þá vorum við bróðir minn svo asskoti dugleg í garðinum, settum niður blóm og reittum arfa. Það kalla ég duglegt fólk!  Ég er alls ekki dugleg að dúllast í garðinum, ég var einu sinni dugleg í bæjarvinnunni en þá fékk starfsmaður vikunnar snúð og kakómjólk, þá var hart barist og ég komst í vinnustuð. 
Eins vandræðilegt og það nú hljómar. Góð og gild saga engu að síður. 

Ég vona að þið hafið átt góðan dag í blíðunni


 Líf og fjör í miðborginni, listamenn nutu sín.
 Anna Margrét var virkilega ánægð með listina.

 Falleg sumarblóm
Arfareitarinn sem fékk ekki snúð fyrir vinnu sína í dag.

xxx

Eva Laufey Kjaran

1 comment:

  1. Langt síðan maður hefur heyrt snúðasöguna!

    Sakn á þig mín kæra.. það var mega svekk að fá Evu lausan gestgjafa inn um lúguna áðan :(:*

    ReplyDelete