Tuesday, July 10, 2012

Brokkolísúpa

Það jafnast fátt á við góða og matarmikla súpu á köldum dögum. Þessi súpa er bæði svakalega einföld og góð. Ég mæli hiklaust með að þið prófið. 

Spergilkálssúpa

 • 250 g spergilkál
 • 2 stórar kartöflur, um 350 g
 • 2 hvítlauksgeirar
 • ½ laukur
 • 1,3 l vatn
 • 1 grænmetisteningur
 • 1 og ½ kjúklingateningur
 • 1 msk olía
 • 1 msk smjör
 • Salt og nýmalaður piparHráefnið góða 


 Skerið laukinn og hvítlaukinn smátt, hitið olíuna í potti og mýkið laukinn.


 Bætið síðan vatninu og teningum saman við , leyfið því að malla í nokkrar mínútur.

 Skerið kartöflurnar og brokkolíið í litla bita og setjið saman við súpuna. Kryddið til með salti og nýmöluðum pipar.
 Látið suðuna koma upp og leyfið súpunni að malla í 20 – 25 mínútur. 
Ilmurinn um heimilið verður dásamlegur.

 Slökkvið síðan undir pottinum og maukið grænmetið með töfrasprauta (ef þið eigið ekki töfrasprauta þá er hægt að setja súpuna í blandara og mauka grænmetið þannig) þegar grænmetið er orðið vel maukað setjið þá pottinn aftur á helluna við vægan hita


 Ég bætti 1 msk af smjöri saman við í lokin sem að mínu mati gerir súpuna betri.

Kryddið til með salti og pipar ef þess þarf. Súpan er þá klár og ég mæli með því að strá rifnum ost yfir súpuna þegar hún er borin fram.

 Einfalt ostabrauð

Með súpunni þá var ég með bakað ostabrauð af einföldustu gerð.

Samlokubrauð
Ostur
Olía
Salt og nýmalaður pipar Hitið ofninn í 200°C. Skerið skorpuna af venjulegu samlokubrauði, rífið niður ost og setjið á brauðið. Stráið olíu yfir brauðsneiðarnar og kryddið með hvítlaukssalti og pipar. Inn í ofn í 2 – 3 mínútur.


Ljúffeng máltíð sem er einföld og ódýr. 

Ég vona að þið eigið góðan dag 

xxx

Eva Laufey Kjaran

5 comments:

 1. Þessi súpa er uppáhalds, alveg æðisleg- takk Eva!
  Kv. Karen

  ReplyDelete
 2. Sæl - finnst þessi súpa hljóma spennandi en er með eina spurningu -er eitthvað sem þú mælir með að hægt sé að setja í stað kartaflna (er með aðila á heimilinu með ofnæmi fyrir þeim - og líka sætum kartöflum).... ?

  kveðja

  Aldís

  ReplyDelete
  Replies
  1. Sæl Aldís. Ég myndi þá bæta við meiri brokkólí, ég held að það komi best út.

   Kær kveðja

   Eva Laufey

   Delete
 3. Mega goð ;) eg notaði blomkal úti af þvi að eg átti afgang af þvi ;) var bara æði - takk fyrir uppskriftina ;)

  ReplyDelete