Páskarnir ó elsku páskarnir. Ég er búin að hafa það svo ótrúlega gott í Noregi, góður félagsskapur og veislumatur á hverjum degi. Í dag var íslenskt lambalæri með öllu tilheyrandi, ég fékk að sjá um lambalærið að þessu sinni. Ég prufaði voðalega góða marineringu með ferskum kryddjurtum sem ég ætla að deila með ykkur á næstu dögum. Meðlætið var einfalt, ofnbakaðar kartöflur, ferskt salat, gular baunir, sveppasósa og pönnusteiktar gulrætur með hvítlauksolíu. Í forrétt og eftirrétt voru svo öll páskaeggin sem allir á heimilinu hafa verið að narta í síðan í morgun. Í eftirrétt, eftirrétt voru ostar og með því. Í kvöld er planið að horfa á sjónvarpið og hafa það huggulegt. Á morgun taka svo við ný og skemmtileg verkefni því nú er ný vika að hefjast og margt á döfinni sem þarf að huga að. En kvöldið í kvöld á að fara í almenn huggulegheit og leti.
Ég vona að þið hafið það sérlega gott í kvöld.
xxx
Eva Laufey Kjaran
No comments:
Post a Comment