Helgin mín var stórgóð, ég fór til Reyðarfjarðar á árgangsmót og hef sjaldan skemmt mér jafn vel. Ég var ekki búin að hitta nokkra bekkjarfélaga í tæp sjö ár svo það var virkilega ánægjulegt að hitta alla aftur og eiga góða helgi saman. Ég gisti hjá yndislegri vinkonu, henni Bergey minni og hún eldaði svo afskaplega girnilegan fiskrétt eitt kvöldið, ég náði ekki að smakka hann hjá henni en ég fylgdist grannt með eldamennskunni. Ég ákvað í gær að prófa réttinn og hann kom ótrúlega vel út, ég á eftir að elda hann fljótt aftur. Mjög bragðgóður réttur af einföldustu gerð. Mæli með að þið prófið réttinn kæru vinir, og njótið!
Ofnbakaður fiskréttur með rjómaosti og grænmeti
olía
smjörklípa
smjörklípa
3 hvítlauksrif, pressuð
1 rauð paprika, smátt söxuð
1/2 blómkál, smátt saxað
10 - 12 sveppir, smátt saxaðir
1 1/2 msk smátt söxuð fersk steinselja
300 ml matreiðslurjómi
100 g Philadelphia rjómaostur með hvítlauk
2 tsk ítölsk hvítlaukskryddblanda
salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk
600 - 800 g fiskur (þorskur, ýsa.. sá fiskur sem ykkur þykir bestur)
600 - 800 g fiskur (þorskur, ýsa.. sá fiskur sem ykkur þykir bestur)
rifinn ostur
smátt söxuð steinselja
Aðferð:
1. Hitið olíu og smjör við vægan hita, pressið hvítlauk og steikið í smá stund. Skerið allt grænmetið mjög smátt og bætið því út á pönnuna, steikið grænmetið í 5 - 6 mínútur.
2. Bætið matreiðslurjómanum saman við og hrærið vel í, kryddið til með salti og pipar.
Ég notaði Philadelphia rjómaostinn með hvítlauk og kryddjurtum.
3. Bætið 100 g af rjómaostinum saman við og blandið öllu vel saman.
4. Kryddið til með hvítlauksblöndu, salti og pipar í lokin. Mikilvægt að prófa sig áfram á þessu stigi og smakka sósuna til. Leyfið sósunni að malla í 7 - 10 mínútur við vægan hita.
Sósan og grænmetið klárt, lyktin dásamleg.
5. Skerið fiskinn í bita og leggið í eldfast mót, mér finnst gott að krydda hann svolítið áður en ég læt sósuna ofan á.
6. Hellið sósunni yfir fiskinn og sáldrið rifnum osti yfir. Setjið inn í ofn og bakið við 180°C (blástur) í 25 - 30 mínútur, eða þar til osturinn er gullinbrúnn.
Svona lítur fiskrétturinn út þegar hann er nýkominn út úr ofninum, saxið smá steinselju og stráið yfir réttinn.
Ég bauð upp á hýðishrísgrjón og ferskt salat með þessum fiskrétt. Mikil ósköp sem ég naut þess að borða þennan rétt, einn sá besti sem ég hef smakkað. Hlakka til að gera hann aftur í bráð. Á mánudögum finnst mér hálfgerð skylda að hafa fisk í matinn og það er algjör lúxus þegar maturinn er svo góður.
Ég mæli með að þið prófið þennan rétt kæru vinir, ég þori eiginlega að lofa ykkur því að þið verðið ekki svikinn.
Vonandi fer vikan ykkar vel af stað og ég vona að þið eigið ljúfan þriðjudag framundan.
xxx
Eva Laufey Kjaran
Flottur þessi, prufa hann fljótlega:)
ReplyDeletekveðja,
Íris
mmm grinilegt !
ReplyDeleteætla að reyna að matreiða þennan. frumraun í eldhúsinu, heldur betur kominn tími til
Hrikalega góður réttur <3
ReplyDelete25-30 mín. í ofni?? Er það ekki allt of mikið? Myndi allavega athuga fiskinn eftir ca. 15 mín.
ReplyDeleteSæl og blessuð Sigríður. Ég vil alls ekki hafa fiskinn of mikið eldaðan og það hefur reynst mér best að elda hann á þennan hátt í 25 - 30 mínútur, þá er ég mjög ánægð með hann en auðvitað er þetta smekksatriði. Endilega prófið ykkur áfram ;)
DeleteMeð bestu kveðju
Eva