Monday, July 22, 2013

Morgunkokteill


Ég er örugglega búin að tuða í sérhverju mannsbarni hér á Íslandi um veðrið í sumar, já ég er ein af þeim sem læt veðrið fara svolítið í mig. Í dag er rigningardagur númer 112993...Sólin hefur eiginlega ekkert verið hér á Skaganum í sumar. Einn og einn dagur, en alls ekki nógu mikið. Það er hásumar og þá má maður aðeins nöldra yfir sólarleysi. Í morgun ákvað ég þess vegna að búa mér til morgunkokteil (boozt í háu og fínu glasi), dagurinn varð strax skemmtilegri. 

Morgunkokteill 

1 bolli frosin hindber
1 bolli frosið mangó
1 banani 
1 msk chia fræ
2 bollar trópí tríó 
smá skvetta af agavesírópi

Öllu er blandað saman í blandaranum, ég lét í lokin smá skvettu af agavesírópi.
 Drekkist helst í háu glasi.


Ég mæli með að þið prófið þennan morgunkokteil, ég er nú þegar búin með tvö glös og orðin hressari en ég var í morgun. Drykkurinn hressir og kætir! Nú liggur leið mín til Reykjavíkur, mikið stúss í dag en það er nú bara ágætt. Er að fara að hitta svo mikið af skemmtilegu fólki og ég hlakka til. Það er nauðsynlegt að plana svona rigningardaga vel og passa að hitta bara skemmtilegt fólk. 

Vonandi eigið þið góðan mánudag kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

2 comments:

  1. Lýst vel á þennan kokteil :) Mætti ég spyrja hvar þú fékkst þessar krukkur undir múslíið þitt? Er búin að leita að svona lengi...

    ReplyDelete
  2. Spyr að því sama og Steinunn, rosalega flottar krukkur!

    ReplyDelete