Tuesday, July 2, 2013

Lífið Instagrammað

1. Í sumarbústað                2. Með uppáhalds konunum mínum, ömmu og mömmu. 
3. Þjóðhátíðarkakan í ár                                          4. Smoothie í krukku 
5. Ég og Birta garðyrkjufræðingar með meiru                 6. Ég og fallegu systur mínar
7. Við sundlaugarbakkann í Washington            8. Eva á flandri í sólinni í Washington
9. Stórgóður fiskur     10. Afslöppun í Minneapolis, matreiðslubækur, tímarit og ferskir ávextir. 
10. Í dag er mánuður frá því að Hemmi faðir minn féll frá. Þessi mánuður hefur verið sá erfiðasti á ævi minni, það er mikill söknuður en á sama tíma mikið þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Lífið er núna og það er nauðsynlegt að njóta þess að vera til. Við vitum aldrei, verum góð við hvort annað. 

Ég tek mikið af myndum og reyni að vera dugleg að setja inn myndir á Instagram, fyrst og fremst fyrir mig sjálfa. Mér finnst svo gaman að fletta í gegnum gamlar myndir og það er ómetanlegt að eiga myndir frá góðum stundum með sínu fólki. Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á Instagram, þið finnið mig undir evalaufeykjaran

Ég vil gjarnan óska litla bróðir mínum til hamingju með daginn, en hann Guðmundur Jóhann bróðir minn á afmæli í dag. Hann er því miður út í Noregi svo ég næ ekki að knúsa hann í dag. Knúsið og kossarnir fá því að bíða í smá tíma, ég vona þó að hann eigi góðan dag með fólkinu okkar. 

xxx

Eva Laufey Kjaran






No comments:

Post a Comment