Thursday, January 23, 2014

Heimakær

Birtan var svo fín í gær þegar sólin ákvað að skína örlítið. 
AB mjólk, special K og bláber í morgunsárið.

Nú eru liðnir tveir mánuðir frá því að við fluttum hingað í Vesturbæinn og okkur líður mjög vel. Mér finnst Vesturbærinn eiginlega vera eins og lítill bær, eins og Akranes. Stutt í allt og mjög þægilegt að vera hér. Íbúðin okkar verður líka heimilislegri með hverjum deginum og nú vantar mig bara nokkrar myndir á vegginn  og þá ætti allt saman að vera komið í bili. 

Það er líka sérstaklega notalegt að geta unnið heima fyrir þennan morgunin því veðrið úti er lítið spennandi. En ég þarf nú samt að koma mér af stað í nokkur verkefni eftir hádegi. Ég hef þó klukkustund til þess að hlusta á Coldplay og dunda mér í rólegheitum. Það finnst mér ansi fínt. 

Ég vona að þið eigið góða helgi framundan. 

xxx

Eva Laufey K. Hermannsdóttir

No comments:

Post a Comment