Friday, January 17, 2014

Ofnbakaður Camenbert

Ég ætla að deila með ykkur uppkrift að dásamlegum ofnbökuðum camenbert, þessi uppskrift er í bókinni minni Matargleði Evu. Ég er sérstaklega hrifin af ostum og gæti borðað þá í öll mál, ofnbakaðir ostar eru i´sérstöku uppáhaldi. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift um helgina. Fullkomið sem forréttur eða eftirréttur... svo gott að narta í góða osta á kvöldin. Sérstaklega í góðum félagsskap. Hér kemur uppskriftin, ég vona auðvitað að þið njótið vel. 

Bakaður camenbert er auðvitað algjört lostæti,
 hann einn og sér bræðir öll hjörtu.
  • 1 camembert
  • 1 msk smjör
  • 2 tsk góð fíkjusulta
  • handfylli heslihnetur
  • fersk hindber og bláber
Aðferð:


  1. Bræðið smjör, penslið ostinn með smjöri og leggið ostinn í eldfast mót.
  2. Snöggsteikið heslihneturnar í smjörinu sem er eftir. Það er algjört smekksatriði hvað maður notar mikið af hnetum og þið getið notað hvaða hnetur sem er. 
  3. Setjið væna skeið af fíkjusultunni yfir og í lokin hneturnar.
  4. Bakið ostinn við 180°C í 8 - 10 mínútur. 
  5. Dreifið ferskum berjum yfir ostinn þegar hann er kominn út úr ofninum, berið fram með ristuðu brauði eða kexi. 
Njótið vel.


Eva Laufey K. Hermannsdóttir

No comments:

Post a Comment