Tuesday, February 24, 2015

Fimm myndir


Bleikir og fallegir túlípanar fegra heimilið


Það er svo agalega notalegt að kúra með dömunni minni, kúrið varir þó ekki lengi því henni finnst mikið skemmtilegra að vera á hreyfingu og hafa smá fjör í þessu. 


Ingibjörg Rósa drottning heimilisins bræðir mig alla daga og ég fæ ekki nóg af því að mynda hana. 


Blómagleðin á heimilinu, það er svo gaman að eiga fín og falleg blóm. Þennan blómvönd gaf hann Haddi minn mér á konudaginn. 


Uppáhaldið mitt í miðbænum, Matarkistan. Ég ELSKA góðar makkarónur og í Matarkistunni eru þær lang bestar. Þetta er ótrúlega falleg sælkerabúð og mig langar í allt hjá henni Sigurveigu ofurkonu í eldhúsinu. Ef þið hafið ekki kíkt þangað þá mæli ég með að þið gerið það undir eins. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

No comments:

Post a Comment