Friday, May 22, 2015

Frönsk lauksúpa


Frönsk lauksúpa 

Galdurinn við góða lauksúpu er að leyfa lauknum að krauma í smjörinu í dágóðan tíma. Hér er uppskrift að bragðmikilli lauksúpu sem Eva Laufey eldaði í þætti sínum, Matargleði. 


400 g laukur
70 g smjör
1 msk hveiti
1 l kjúklingasoð
3 dl hvítvín
4 tímían greinar
3 lárviðarlauf
steinselja, magn eftir smekk
salt og nýmalaður pipar
baguette 
rifinn ostur 

Aðferð

  • Afhýðið lauk og skerið í þunnar sneiðar.
  • Steikið laukinn upp úr smjörinu, því lengur sem þið steikið laukinn því betri verður súpan. Hann á þó alls ekki að brenna heldur verða glær og gullinbrúnn.
  • Stráið hveitinu yfir laukinn og hrærið í.
  • Hellið soðinu og hvítvíninu saman við og látið sjóða saman.
  • Bætið kryddjurtum út í og leyfið henni að malla í 30 mínútur - 50 mínútur.
  • Hellið súpunni í skálar sem þola að fara inn í ofn, setjið eina brauðsneið ofan í hverja skál og stráið osti yfir. Bakið í ofni í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er bakaður.


Berið súpuna strax fram og njótið

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

No comments:

Post a Comment