Friday, May 15, 2015

Lax í pekanhnetuhjúp


Lax er með því hollara sem við getum í okkur látið og er hann sannkölluð ofurfæða. Það er hægt að matreiða lax á marga vegu og er hann sérstaklega bragðgóður bakaður í ofni. 


1 laxaflak
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
hunangs djion sinnep

Hnetuhjúpur

100 g hnetur t.d. hesli og pekanhnetur
4 msk brauðrasp
steinselja
börkur af einni sítrónu
1 msk olía
2 hvítlauksrif, fínt rifnir
sjávarsalt

Aðferð

  • 1.    Hitið ofninn í 180°C.
  • 2.    Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á pappírsklædda bökunarplötu.
  • 3.    Kryddið laxinn til með salti og pipar og penslið sinnepinu yfir hann. Dreifið hnetuhjúpnum yfir og þjappið honum vel ofan í sinnepið með hönfunum, þannig að hann haldist vel á. Bakið í 15 mínútur. Takið þá laxinn út úr ofninum og látið hann standa í 5 mínútur áður en þið berið hann fram en þannig eldast hann aðeins lengur.
  • Berið fiskinn fram með fersku salati og jógúrtdressingu. Jógúrtdressing

2 dl grískt jógúrt
1 hvítlauksgeiri
1 msk hunangs dijon sinnep
smátt söxuð steinselja
salt og pipar

Aðferð

Blandið öllu saman og bragðbætið með salti og pipar.

Ég vona að þið njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 

No comments:

Post a Comment