Monday, May 4, 2015

Vikumatseðill


Mér finnst best að byrja vikuna á góðum fisk, þessi karrífiskur er mjög einfaldur og bragðgóður. Fiskurinn er borinn fram með jógúrtsósu og fersku salati. 



Þriðjudagsrétturinn þessa vikuna er ofurgott Japanskt salat með stökkum núðlum. 




Fimmtudagsrétturinn er fiskréttur í betri kantinum, lax í ljúffengri sósu með sólþurrkuðum tómötum og döðlum. 

Föstudagsrétturinn er á mexíkósku nótunum, takkógratín með ómótstæðilegu lárperumauki. 


Það spáir góðu veðri út vikuna og þá er að sjálfsögðu tilvalið að grilla um helgina og ég mæli með þessum beikon-kjúklingaspjótum með piparostasósu. Algjört lostæti!


Bakstur vikunnar er þetta heilhveitibrauð sem er bæði svakalega gott og stútfullt af hollustu, mér þykir þetta brauð ótrúlega gott og ég mæli með að þið prófið það. 

Ég vona að þið eigið góða viku framundan. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

3 comments:

  1. Langar að vita hvort það eigi virkilega að vera 3 dl af vatni, brauðið varð svo klesst og blautt hjá mér þannig að ég fór að spá í hvort það ætti að vera 1 dl af vatni í staðinn fyrir 3 ?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl/l. Já það eiga að vera 3.dl. Brauðið er mjög blautt í sér og á að vera eins og "klessa" ef svo má að orði komast. ;)

      Delete
    2. Ok takk kærlega :) Frábærar uppskriftir hjá þér !

      Delete