Thursday, July 30, 2015

Kokteill sumarsins....


Kókos- og ananas kokteill sem kemur manni alltaf í sumarskap og í stuð ef út í það er farið. Bragðgóður, ferskur og auðveldur kokteill sem allir ættu að geta leikið eftir. 

Piña colada 
4 dl frosinn ananas 
2 dl ananassafi 
1 dl kókosmjólk
1/2 - 1 dl kókosromm t.d. Malibu (magn fer auðvitað eftir smekk) Skvetta af sítrónusafa 

Allt blandað í blandara þar til drykkurinn verður silkimjúkur. 

Berið strax fram og njótið.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 


Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.
No comments:

Post a Comment