Thursday, June 30, 2011

Sigurbjörg Heiða í heimsókn hjá Eyju frænku


Yndislegar

Svo mikið að gera hjá henni


Hissa svipurinn hennar er það dúllulegasta sem ég veit um


Módel


Langaði í kökuna


Fallegust

Tuesday, June 28, 2011

Banana og haframjöls múffur

  • 3 dl. Sykur
  • 200 gr. Smjör
  • 4. Egg
  • 3 dl. Hveiti
  • 1,5 tsk. Lyftiduft
  • 2 dl. Haframjöl
  • Bananar
  • 2 dl. Rjómi
  • 2 msk. Vanillu extract ( eða 3 msk. vanilludropar)


Þeytið smjör og sykur saman , bætið síðan við einu og einu eggi og þeytið vel í nokkrar mín.

Bætið síðan við þurrefnum, bananastöppu og rjómanum og blandið varlega saman við í nokkrar mín. Rjóminn og vanilla extract fara síðast saman við.


Hér eru krúttin komin í sætu múffuformin

Bakist við 200° í 10 - 15 mín.



  • Krem

  • 60 gr.  Smjör
  • 5dl. Flórsykur
  • 1 msk. Mjólk
  • 100 gr. Philadelphia rjómaostur
  • 2 tsk. Vanilla extract (eða 3 tsk. vanilludropar)
  • Öllu blandað saman í nokkrar mín, mér finnst betra að kæla kremið aðeins í ísskáp áður en ég nota það. 


Mér finnst þessi matarlits-tegund ansi góð.
Ég átti ekki mikið af kökuskrauti þannig ég ákvað að prufa eitt, lét sykur í poka og lét einn dropa af gulum matarlit saman við. Hristi vel í pokanum og voila - kökuskraut komið!


Þessi múffa er djúsí og smakkast dásamlega - mæli með því að þið prufið þessa.

xxx Eva

Monday, June 27, 2011

...Fór í höfuðborgina í dag. Borðaði ansi góðan mat og drakk gott kaffi - hló mikið enda á ég ótrúlega skemmtilega vini. Ég er ósköp heppin með það að eiga yndislega vini. Ég er í fríi til 5.júlí sem er nokkuð ljúft - sérlega vegna þess að um helgina eru írskir dagar á Akranesi.
Nóg um að vera og mikil spenna komin í mig - ég fæ góða gesti hingað heim og helgin er orðin vel plönuð með vinahópnum. Mamman mín er líka að koma heim á fimmtudaginn og það verður nú heimsins best að fá hana heim. Þannig ansi ljúf vika svo hefst ágætis vinnutörn - fékk skránna mína í gær og lítur hún vel út. Fer 1x til Ameríku og þá til Washington. Ég er mikið spennt fyrir þeirri borg :o) Þannig þetta verður spennandi mánuður. Júlí að hefjast - tíminn flýgur einsog alltaf þegar að það er gaman


Allir sáttir eftir búðarráp


Sunday, June 26, 2011

Be impeccable with your word: Speak with integrity. Say only what you mean. Avoid using the word to speak against yourself or to gossip about others. Use the power of your word in the direction of truth and love.
Þá er ég komin heim úr dásamlegum bústað með vinkonum mínum. Þessi ferð fær tvær færslur hér á blogginu. Ein færslan er ferðin í nokkrum skemmtilegum myndum og þessi verður tileinkuð matnum sem við borðuðum - við vinkonurnar höfum ansi gaman af góðum mat og getum talað endalaust um mat. Og við nutum þess sko í botn að elda saman og borða saman um helgina. Ég smellti af nokkrum myndum af dásamlega góðum mat. ... enjoy


Grillaður lax, tómatar/mozzarella salat, cesar'salat, afgangur af hvítlaukspasta, fylltir sveppir með piparosti, ferskur parmesam, belgbaunir og saffran jógúrt sósa. Fordrykkurinn var ískaldur cosmó! :)

Kaffitími



Dúllerast við eldamennskuna


Hvítlaukspasta með Tígrisrækjum og salati.



Brunch einsog það gerist best










Thursday, June 23, 2011


Yndislegt veður á skaganum í dag. Ég og Oddný mín fórum í lautarferð niður á Langasand - svo kom Aglan til okkar og við tönuðum einsog við ættum lífið að leysa. Svo fórum við auðvitað á pallinn góða - og í sund! Ljúfara verður það ekki.

Nú er ég búin að pakka niður og leið mín liggur með elsku vinkonum mínum upp í sumarbústað yfir helgina. Held að það verði ósköp ósköp ljúft!

Góða helgi elsku fólk













xxx

Tuesday, June 21, 2011

Lánsöm stúlka

Ég er heppin, ekki afþví ég drekk leppin heldur á ég svo yndislega fjölskyldu og vini. Væmni dagur mánaðarins er í dag... Ég á risastóra fjölskyldu, heldur flókin en ég kann meir og meir að meta það á degi hverjum að eiga allt þetta fólk í kringum mig. (ekki það að ég hafi ekki metið það áður).. þá er ég heldur að átta mig smátt og smátt á því hvað þetta er ljúft. Ég er náttúrlega að verða eldri og vitrari ;)

Ég á yndislega foreldra og systkin. Ég hef ekki alist upp með þeim öllum en finn það svo sannarlega að ég þetta fólk er mitt fólk. Þetta er flókið - en þarf samt ekki að vera flókið. Þessi tími hér á jörðu er of stuttur til þess að gera þetta of flókið, maður verður bara að þakka fyrir það sem maður hefur og gera gott úr því sem manni er gefið.

Flókið? Ég er kannski búin að segja það of oft. Það er flókið að skrifa svona niður - en hollt svo höfuðið springi ekki af flóknum hugsunum.



Reyndi að vera pæja í dag - besta pæjumyndin. Þarf líkast til að pæja mig meira upp fyrir næstu myndatökur.


Passaði þessi krútt í kvöld

Allan sem er allt í einu orðinn fullorðinn

Þessir tveir léku á alls oddi - Kristían bætti einum karakter inn í rauðhettu. "Æi Eyja sko svo kemur góður strákur sem að syngur lag með Justini Bíbeeer"

Svo tóku þeir lagasyrpu með Biebernum - það er sko ótrúlega að fylgjast með þeim! Þeir kunna textann! Sem er líkast til ótrúlegt en samt ekki - þeir hafa erft sönghæfileikana frá mér.



...Annars eyddi ég þessum sólríka degi í sundi og með famelíunni minni. Ég og amma mín yndislega sáum um að passa krúttin. Það var stuð! Á morgun er svo síðasta flugið í þessum mánuði - stutt flug. Amsterdam it is!