Ég hef kannski minnst á það hér að ég er svolítill sælkeri og hef dálæti á mat. Þannig þetta blogg mitt snýst meira og minna um mat, þið verðið að afsaka það ;o) En ég er með mat á heilanum, við vinkonur mínar höfum oft talað um það hvað við erum sífellt að tala um mat. Hvað á að vera í matinn? Og þegar maður er að borða þá hugsar maður að þetta væri gott með þessu.Hvað á að borða gott um helgina.. svo mætti lengi telja áfram! Matur á hug minn allann oft á tíðum. Enda er eitt af mínum aðal áhugamálum matur. Að elda mat og borða mat. Sérlega í góðra vina hópi eða með famelíunni, elda saman, eiga notalega kvöldstund og náttúrlega súper að drekka gott rauðvín með af og til.... og á meðan að ég er að skrifa þá sé ég eitt slíkt kvöld í hyllingum! Ég ætla að borða með skemmtilegum vinum um helgina og drekka gott vín. Hlakka til.
En í kvöld var ég pínu löt, er að fara í næturflug og er búin að vera að slæpast við það að reyna að leggja mig. En það tókst ekki - þannig ég skellti í smá pasta. Svo einfalt - fljótlegt en samt svo ótrúlega gott. Ég hef sett það nokkrum sinnum hingað á bloggið, en aldrei of oft segi ég.. aldrei of oft.
Fyrir mig eina brúkaði ég
100 gr. Heilhveitipasta
1 1/2 hvítlauksgeira
1/4 rauðlauk
Handfylli af ferskum graslauk
1/4 af stórum brokkólíhaus
1 Tómatur
Byrjaði á því að setja ólífu olíu á pönnu. Setti laukana og tómatinn á pönnuna og lét það brúnast pínu.
Sauð brokkólí í um það bil 3 mín, lét það síðan á pönnu saman við tómat-laukblönduna.
Sauð pasta - og bætti því svo á pönnuna þegar að það var soðið.
Lét þetta malla vel í um það bil 10 mín.
Ferskur mozzarellaostur ofan á og fersk basilikka.
Ömmu Rósu brauð er brauð sem að mamma gerði ansi oft fyrir okkur heima, uppskrift frá henni. Þetta brauð er of gott til að vera satt.
Ég læt uppskrift af því góða brauði í bráð (en þetta er speltbrauð fyllt með hvítlauk, tómötum, osti og fl.) Bíðið spennt :-)
En í kvöld var ég pínu löt, er að fara í næturflug og er búin að vera að slæpast við það að reyna að leggja mig. En það tókst ekki - þannig ég skellti í smá pasta. Svo einfalt - fljótlegt en samt svo ótrúlega gott. Ég hef sett það nokkrum sinnum hingað á bloggið, en aldrei of oft segi ég.. aldrei of oft.
Fyrir mig eina brúkaði ég
100 gr. Heilhveitipasta
1 1/2 hvítlauksgeira
1/4 rauðlauk
Handfylli af ferskum graslauk
1/4 af stórum brokkólíhaus
1 Tómatur
Byrjaði á því að setja ólífu olíu á pönnu. Setti laukana og tómatinn á pönnuna og lét það brúnast pínu.
Sauð brokkólí í um það bil 3 mín, lét það síðan á pönnu saman við tómat-laukblönduna.
Sauð pasta - og bætti því svo á pönnuna þegar að það var soðið.
Lét þetta malla vel í um það bil 10 mín.
Ferskur mozzarellaostur ofan á og fersk basilikka.
Ömmu Rósu brauð er brauð sem að mamma gerði ansi oft fyrir okkur heima, uppskrift frá henni. Þetta brauð er of gott til að vera satt.
Ég læt uppskrift af því góða brauði í bráð (en þetta er speltbrauð fyllt með hvítlauk, tómötum, osti og fl.) Bíðið spennt :-)
Bíð spennt eftir uppskrift af þessu brauði - hljómar mjög svo vel :)
ReplyDeleteKarí