Tuesday, June 7, 2011

Að drífa sig að verða stór

... Í augnablikinu líður mér svakalega vel. Ég er sérdeilis skemmtilegu starfi og ég hef ansi góða tilfinningu fyrir sumrinu. Vinnudagarnir eru ekki margir í þessum mánuði og ég hef ansi mikinn tíma fyrir dútl. Mér finnst líka ekkert eins yndislegra en að baka/elda eitthvað gott og bjóða fólki í kaffi eða mat til mín. Sumarið er tíminn! Mætti þó aaaaalveg koma sól, en það fer eitthvað að gerast. Ég finn það á mér.

Ég hef oft fengið hálfgerða panikk tilfinningu. Ég byrjaði í laganámi en var alls ekki að finna mig sem skyldi og er því búin að skipta um námsleið. Er mjög spennt fyrir haustinu og er ansi sátt við ákvörðuna mína. Það erfiðasta er sætta sig við sjálfan sig þ.e.a.s ég er svo þrjósk og var búin að ákveða eitt, þá er svo erfitt að breyta. Ég átti ansi erfitt með að díla við mig sjálfa, undarlegt en satt þá er maður oft sjálfum sér verstur. Endalausar pælingar og áhyggjur.

En ég tók ákvörðun - mér líður vel með hana og auðvitað verður maður að fylgja hjartanu.

Svo hef ég eytt góðum tíma í því að hafa áhyggjur af því að vera ekki orðin sprenglærð, komin með góða vinnu einn tveir og bingó!

Ég er 22 ára gömul, ok. Ég verð ekki orðin sprenglærð þegar að ég verð 25 ára. En þegar að ég lít tilbaka þá sé ekki eftir því að hafa farið út í enskunám - fátt sem hefur gert mér eins gott. Að stíga út fyrir þægindaramman. Upplifa lífið á nýjan hátt og ögra sjálfum sér í leiðinni. Afþví stundum þá áttar maður sig ekki á því hvað það er nú fjári gott að vera heima við.

.. og núna er ég orðin flugfreyja og mér líkar það. Þannig ég er bara sátt og sæl með þær ákvarðanir sem að ég hef tekið hingað til - ég er spennt fyrir nýjum verkefnum og hlakka til þess að takast á við þau í haust og í framtíðinni.

En ég vil njóta njóta njóta.. það er svo mikið kapphlaup oft við tímann að maður gleymir að njóta augnabliksins. Þannig markmiðið er að njóta þess að vera til.




1 comment:

  1. Hvað ertu að fara að læra í haust? :)

    ReplyDelete