Tuesday, January 3, 2012

Ofnbakaður stóri Dímon með hvítlauk og rósmarín.

 Þessa dásemd prufaði ég í gær. 
Ég var með Stóra-Dímon en það er hægt að nota hvaða ost sem er. 

 Byrjum á því að skera smá göt í ostinn, skerum svo hvítlaukin og rósmarínið smátt og setjum í götin. Ég setti talsvert mikið vegna þess að ég vildi mikið bragð. 


 Svona lítur osturinn út áður en hann fer í ofninn. Ég penslaði smá olífu olíu á ostinn og smá salt & pipar.

Inn í ofn við 180°C í ca. 10 mínútur.

Dásamlegur ostur með góðu kexi eða brauði. 

Njótið 

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment