Thursday, January 26, 2012

Spaghetti Bolognese


 Um síðustu helgi þá lagaði ég mér Spaghetti Bolognese.  
Mér finnst Spag.Bolognese alltaf ótrúlega gott, sérstaklega með parmesan osti, góðu salati, brauði og rauðvíni. Ég passa mig alltaf á því að gera svolítið mikið svo ég geti borðað réttinn aftur daginn eftir.

En hér kemur uppskriftin.

50 gr. Smjör
2 msk. Ólífuolía
50 gr. Beikon
3 stk. Hvítlauksgeirar
6 Kirsuberjatómtar
1 stk. Laukur
1 Lítil gulrót
1 Stilkur sellerí
350 gr. Hakk (Ég notaði nautahakk)
1 dl. Rauðvín
1 msk. Tómatpuré
100 ml. Kjötsoð (Vatn + teningur)
100 gr. Tómatar í dós, saxaðir
100 ml. Vatn
1 tsk. Þurrkað rósmarín
5 - 6 Lárviðarlauf
Salt og pipar eftir smekk. 
Parmesanostur 
Klettasalat

 Byrjum á því að hita olíu og smjör í potti. Brúnum beikonið varlega í 2 - 3 mínútur.
 Söxum grænmetið fínt. 
 Bætum grænmetinu í pottinn saman með beikoninu. Eldum við vægan hita í um það bil 10 mínútur. 
 Svona lítur þetta út eftir 10 mínútur. Setjum þetta til hliðar á meðan við steikjum hakkið. 

 Eftir nokkrar mínútur er hakkið tilbúið og þá bætum við grænmetinu saman við.
 Hellum rauðvíni í pottinn og sjóðum niður. Næst bætum við kjötsoðinu , tómatpuré, tómötum, rósmarín og lárviðarlaufum saman við. Ég bætti 100 ml. af vatni aukalega í pottinn áður en ég lét þetta malla í 1 1/2 klst við vægan hita. Hrærið af og til með sleif, ath. að sósan á ekki að sjóða. 
Smakkið sósuna til með salti og pipar. 





 Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Mér finnst best að nota heilhveiti spaghetti.
 Dásemd. 
 Ég notaði ótrúlega gott rauðvín í réttinn. Da Vinci Chianti. Svo er agalega gott að fá sér eitt glas með matnum. Þetta rauðvín er kirsuberjarautt og fremur þurrt. Mjög bragðgott og hentaði svakalega vel með þessum rétt.  Mæli sérlega með því :) 
 Ótrúlega gott að skera klettasalat í litla bita og strá yfir. Svo er náttúrlega yndislegt að strá nýrifnum parmesanosti yfir. 

Njótið. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

1 comment:

  1. This comment has been removed by a blog administrator.

    ReplyDelete