Tuesday, January 31, 2012

Þakklátur Vökuliði.

Fyrir viku var planið allt annað en að liggja hér eins og skata upp í sófa á þessu góða þriðjudagskvöldi. Fyrir viku síðan fór ég að finna fyrir undarlegum verkjum og viku síðar er ég búin að vera meira og minna rúmliggjandi. Heima fyrir sem og á spítala, búin að fara í aðgerð og er nú á batavegi. 
Það var virkilega ekki á „planinu“. Fremur óheppilegur tími, ekki að það sé til heppilegur tími fyrir veikindi en mér finnst svakalega erfitt að geta ekki tekið þátt í kosningabaráttunni af fullum krafti.
  Ég veit að Vökuliðar, það frábæra fólk leggur sig 200% fram í baráttuna og eiga þau mikið lof skilið.
 Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa kynnst öllu því frábæra fólki í Vöku , ég er heppin að geta kallað þau vini mína. 


 Það er eðlilegt að maður verði svolítið væmin eftir að hafa fundið fyrir sérstakri hlýju undanfarna daga í minn garð. Það er ómetanlegt að eiga góð að. Ég er sérlega rík að eiga frábæra fjölskyldu og frábæra vini. 


Nú er aðal markmiðið að ná góðum bata sem fyrst og ég ætla að einbeita mér að því. Það er virkilega erfitt að liggja heima fyrir þegar að hugurinn er svo sannarlega á reiki og vill helst vera út um allt. En það mikilvægasta sem við eigum er heilsan okkar, því er mikilvægt að hlúa að henni. 
Auðveldara að segja það en að standa við það. 

(Ég á yndislega vinkonu sem heitir Agla og hún kann að gleðja mig. Kom færandi hendi í dag með þessar gómsætu og fallegu bollakökur.)

Það er mér hjartans mál kæru lesendur að þið sem stundið nám við Háskóla Íslands kynnið ykkur málefnin vel fyrir kosningarnar. Það er kosið þann 1. og 2. feb á Uglunni, svo það er sérlega auðvelt að nýta kosningaréttinn. 


Mig langar virkilega til þess að deila með ykkur málefnaskrá Vöku, ég er stolt af því að hafa verið með í því að móta þessa flottu  málefnaskrá


Ég vona að þið eigið ljúft kvöld í vændum og hafið það sem allra best. 


xxx


Eva Laufey Kjaran



3 comments:

  1. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt!
    Láttu þér batna fljótt og vel *

    kv. Ókunnur fastagestur

    ReplyDelete
  2. Fann bloggið þitt fyrir nokkrum dögum og finnst gaman að lesa. Vonandi batnar þér sem fyrst. Kær kveðja frá Vermont, US.

    ReplyDelete