Wednesday, January 4, 2012

04.01.12

Jólafríið senn á enda, mikil ósköp sem það  hefur verið ljúft.

Sólarhringurinn hefur þó sjaldan litið eins illa út, ég vaki fram eftir öllu og vakna seint og síðar meir. 
Dagarnir gjörsamlega fljúga áfram.Ég er mikill nátthrafn og finnst best að dúlla mér á nóttunni, vandið er bara sá að snúa sólarhringnum við. Þó svo að þetta hafi verið afar huggulegt þá er býsna erfitt að berjast við vekjaraklukkuna á morgnana. En þetta kemur allt saman. 

Rútínan er því kærkomin á mitt heimili.

Ég er hálf vængbrotin þessa dagana, nærri því öll fjölskyldan farin aftur út til Noregs. Það er sérlega erfitt að kveðja í hvert skipti sem þau fara. Að vísu fer systir mín ekki fyrr en í næstu viku svo ég ætla að nýta dagana vel með þeim. Prinsarnir mínir ætla að koma í partí á föstudaginn, þá ætlum við sko að baka pizzu, baka bláa köku og horfa á Toy Story eins oft og við getum.

Það lögðust allir í flensu í fjölskyldunni áður en að þau fóru út og nú er ég orðin slöpp.

Fór suður í dag á fund og út að borða, önnur systir mín að fara erlendis í sinn skóla og áttum við virkilega notalega stund saman á Humarhúsinu. Það var býsna erfitt að þykjast að vera hress þegar að hausinn á mér var í þann mund að springa, þannig um leið og ég kom heim skreið ég undir sæng og ég vil hvergi annars staðar vera í augnablikinu.

Hef ekki tíma fyrir flensu, ansi margt á döfinni núna í janúar og febrúar. 

Það er alltaf gott að hafa nóg fyrir stafni, ég þrífst best þegar að ég hef nóg að gera.


Prinsarnir mínir fallegu og bestu.

xxx
Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment