Friday, March 22, 2013

Bollakökunámskeið í Rimaskóla.

Þann 19.febrúar hélt ég bollakökunámskeið fyrir hressa unglinga í Rimaskóla. Hver og einn bakaði og skreytti sínar kökur.  Svo fengu þau auðvitað að taka afraksturinn með heim. Það var virkilega skemmtilegt að eyða kvöldinu með þessum skemmtilegu unglingum. Kökurnar þeirra smökkuðust mjög vel og skreytingarnar voru til fyrirmyndar. Algjörir snillingar þessir krakkar. Ég tók auðvitað myndavélina með og tók nokkrar myndir af kvöldinu sem ég ætla að deila með ykkur. 




 Frábærir unglingar og skemmtilegt baksturskvöld. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

1 comment:

  1. Finnst þér það skipta máli að setja cupcakes í svona form(þessi hörðu ál ) og að hafa þær bara í bréfonum ?

    er mikill munur ?

    ReplyDelete