Friday, March 15, 2013

Pítsakvöld

 Við höfum reynt að hafa alltaf pítsu á föstudögum (ég er að reyna að skrifa pítsu frekar en pizzu, mér finnst það fallegra). Það er svo fljótlegt og skemmtilegt að baka pítsur. Í kvöld vorum við með grænmetis- og hráskinkupítsu. Við vorum þrjú með tvær  pítsur og borðuðum nánast allt upp til agna, ég tek það fúslega á mig að hafa borðað mest enda ligg ég núna eins og skata upp í sófa. Ég er að bíða eftir því að smá rúm gefist fyrir súkkulaðið mitt sem ég keypti mér fyrir helgina, nóa kropp er auðvitað það besta sem ég veit um og ég ætla að læðast í það og fá mér einn kaffibolla seinna í kvöld.

 Rólegt og huggulegt föstudagskvöld í vændum hjá mér, svona kvöld eru dásamleg.
Uppskrift finnið þið hér og hér. Mér finnst best að nota ferskan mozzarella, ég á erfitt með að standast þá freistingu að fá mér bita af og til. Það er svei mér þá fátt betra en ferskur mozzarella, namminamm.

Hafið það gott í kvöld elsku vinir.

xxx

Eva Laufey Kjaran

2 comments:

  1. Girnilegar pítsur :) Hvernig gerir þú botnana þína?

    ReplyDelete
  2. geturu komið með uppskrift :) ?

    ReplyDelete