Thursday, November 13, 2014

Ljúffengur lax í sítrónusósu.


Lax er í algjöru eftirlæti hjá mér, það er gaman að matreiða lax og möguleikarnir eru endalausir. Ég bauð stórfjölskyldunni upp á dýrindis fiskrétt í gærkvöldi og þau voru öll afar sæl með matinn. Það er nú bara þannig að stundum hefur maður ekki mikinn tíma til þess að stússast í eldhúsinu og þá er gott að geta farið smá flýtileið, ég prófaði að elda laxinn upp úr ljúffengri sítrónusósu sem ég keypti tilbúna og mig langar að segja ykkur aðeins meira frá þessum sósum.

Simply Add Fish sósurnar eru nýjung á Íslandi. Sósurnar koma með þremur bragðtegundum og eru án allra aukaefna, sem er lykilatriði að mínu mati. Bragðtegundirnar eru Creamy Herb, Touch of Tomato og Lovely Lemon. Ég get sagt ykkur það að sósurnar komu mér mikið á óvart. Ég eldaði laxinn upp úr Lovey Lemon sósunni og fiskurinn var silkimjúkur og mjög bragðgóður.

Þetta er fullkomið þegar tíminn er af skornum skammti eða bara þegar ykkur langar í góðan fiskrétt. Það er þess virði að fara flýtileiðir ef útkoman er gómsæt. Á meðan að fiskurinn var í ofninum þá útbjó ég ofnbakaðar kartöflur og grænmeti. Ég mæli hiklaust með að þið prófið þessar sósur, ég lofa ykkur því að þið verðið ekki vonsvikin.



Ljúffengur lax í sítrónusósu
  • 1 kg lax, beinlaus
  • Salt og nýmalaður pipar
  • 2 pokar Lovely Lemon fiskisósa
  • Ferskt dill, magn eftir smekk

Aðferð: Skolið og hreinsið fiskinn vel áður en þið leggið hann í edfast mót. Það er líka ágætt að skera fiskinn í nokkra bita og snöggsteikja á pönnu. Leggið fiskinn í eldfast mót, kryddið til með salti og pipar og hellið sósunni yfir. Einn poki ætti að duga en við fjölskyldan erum mikið fyrir sósur og þá var fínt að nota 2 poka. Setjið fiskinn inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur. Þegar fiskurinn er tilbúinn þá er gott að saxa niður ferskt dill og dreifa yfir.

 Bakaðar karöflur, gulrætur og fennel með fersku dilli.

  • 3 stórar bökunarkartöflur
  • 1 stór sæt kartafla
  • 3 – 4 gulrætur
  • 1 meðalstór fennelbelgur
  • Salt og nýmalaður pipar
  • 2 – 3 msk ólífuolía
  • Sítrónusafi
  • Ferskt dill, smátt saxað

Aðferð: Afhýðið grænmetið og skerið smátt. Skerið endana af fennelbelgjunum og rífið af ystu blöðin ef þau eru ekki falleg. Skerið síðan í tvennt á lengdina og skerið síðan niður litla bita. Setjið grænmetið í eldfast mót og hellið vel af olíu yfir, kryddið til með salti og pipar og blandið öllu vel saman. Bakið við 180°C í 40 – 45 mínútur. Þegar grænmetið er tilbúið þá kreistið þið safann úr ½ sítrónu yfir og blandið dilli saman við. Berið fram með fiskréttum, algjört sælgæti. 






Njótið vel. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

2 comments:

  1. Sæl, hvar fæ ég svona sósur?
    Kv. Ragga

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þú færð þessar sósur t.d. í Hagkaup og í Krónunni. :)

      Delete