Sunday, July 19, 2015

1 árs afmæli Ingibjargar Rósu og bestu bollakökurnar



Ingibjörg Rósa varð eins árs þann 6.júlí og við fögnuðum vel og innilega með fólkinu okkar um helgina. Ég ákvað að hafa afmælið eins einfalt og kostur væri, hamborgarar, ein tegund af köku og ís. Spáin var sæmileg og það var slegið upp garðapartí á Akranesi. Það var ekkert smá skemmtilegt að fá ættingja og vini í smá kaffi og fagna fyrsta ári Ingibjargar. Ég bakaði bestu bollakökurnar, en það eru súkkulaðibollakökur með súkkulaðikreminu sem ég geri alltaf. Uppskriftin er hér að neðan ásamt nokkrum myndum frá deginum. 


Við keyptum ís hjá Valdís og fengum ískæli með, það er algjör snilld sem ég mæli með. Allir voru yfir sig ánægðir með ísinn enda er hann svakalega góður. 


Bestu súkkulaðibollakökurnar með hvítu smjörkremi 

um það bil 30 bollakökur 


  • 3 bollar Kornax hveiti (Amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl)
  • 2 bollar sykur
  • 3 Brúnegg
  • 2 bollar AB mjólk
  • 1 bolli bragðdauf olía
  • 5 msk kakó
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 tsk vanilludropar eða sykur


Aðferð:

Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður slétt og fínt. Skiptið deigblöndunni niður í bollakökuform og bakið við 180°C í 15 - 18 mínútur. 

Það er mikilvægt að leyfa kökunum að kólna alveg áður en þær eru skreyttar með kreminu góða. 

Hvítt súkkulaðikrem 


  • 300 g smjör við stofuhita 
  • 500 g flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar 
  • 150 g hvítt súkkulaði 
  • 2 - 3 msk rjómi eða mjólk 

Aðferð: 

1. Þeytið saman flórsykur og smjör þar til það verður létt og ljóst (tekur nokkrar mínútur)
2. Á meðan bræðið þið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði.
3. Hellið súkkulaðinu út í og bætið einnig vanillu og rjóma saman við, hrærið mjög vel í nokkrar mínútur. 
4. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á kökurnar. 

Það er í góðu lagi að frysta þessar kökur, það skemmir ekki bragðið! Skreytið þær að vild með öllu sem hugurinn girnist. Bollakökur slá alltaf í gegn, þær eru eins góðar og þær eru fallegar. 












Amman og afinn að gefa prinsessunni smá ís, það má víst allt á afmælinu. 



Ingibjörg Rósa á hæfileikaríkar frænkur sem spiluðu svo fallega. 



Fallega Ingibjörg Rósa sátt og sæl með afmælispartíið. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir


Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups. 






3 comments:

  1. Vá en flott! Bollukökurnar líta svo vel út! Ég ætla sko að prófa þetta. :-) Geturðu sagt mér hvar þú keypti þessa "Happy Birthday" fánalengju?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl Lisa. Takk fyrir, ég mæli sko með þeim! Ég fékk þessa fínu fánalengju í ILVU ;)

      Delete
    2. Takk kærlega fyrir! :-) Vildi líka segja þér að ég hef profað ýmislegt hjá þér og vá hvað þú ert vinsæl heima hjá okkur... hátíðarkálkún sló algjörlega í gegn, gerði ostasalatið í nafnagjöf dóttir mína í maí og fullt af fólkið spurðu eftir uppskriftina og hef gert súkkulaðimúsin þín í fullt af matarboðum! Takk fyrir mig! Þú ert æði!

      Delete