Ég er sífellt að prófa mig áfram með hollari uppskriftir handa Ingibjörgu Rósu og að sjálfsögðu fyrir sjálfa mig líka. Það er svo auðvelt að grípa í hvítt brauð og eitthvað sem er kannski ekkert svo hollt og gott fyrir okkur. Hér er hollari útgáfa að pönnukökum sem ég baka oft handa okkur og eru mjög góðar. Gott er að setja t.d. ost og gúrku sem álegg ofan á þessar pönnsur. Prófið ykkur endilega áfram.
Bananapönnukökur með Chia fræjum
ca. 8 litlar pönnukökur
- 2 egg
- 1 1/2 banani
- 1 - 1,5 dl Kornax heilhveiti
- 1 msk Chia fræ
- Smá kanill
Aðferð:
1. Létt þeytið eggin, stappið banana og blandið saman.
2. Bætið hveitinu smám saman við, byrjið á því að setja minna en meira ef ykkur finnst deigið of blautt þá bætið þið einfaldlega meiri hveiti saman við.
3. Í lokin bætið þið Chia fræjum og kanil út í og hrærið vel.
4. Hitið smjör á pönnukökupönnu og steikið í ca. 2 - 3 mínútur á hvorri hlið.
5. Berið fram með smjöri og osti. Svakalega gott og og hollt!
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.
No comments:
Post a Comment