Wednesday, October 19, 2016

Comfort food á rigningardegi


 Beef Bourguignon, hinn fullkomni vetrarmatur. Hægeldað nautakjöt í rauðvínssósu og fullkomin kartöflumús. Klárlega einn af mínum uppáhalds réttum.


Góðir ostar, ljúffengt heimabakað brauð og gott rauðvín er ávísun á huggulega kvöldstund. Einföld leið til þess að gera vel við sig og sína!

Lokkandi sjávarréttasúpa sem tekur enga stund að búa til og ilmurinn sem fer um heimilið er virkilega ljúffengur og svo er náttúrlega alltaf svo notalegt að hafa súpu mallandi á hellunni í eldhúsinu. 

Kjúklingur Saltimbocca er einn af þessum réttum sem enginn fær nóg af. Kjúklingabringur með hráskinku, salvíu og ómótstæðilegri hvítvínssósu. Tilvalið á köldum dögum!

Ofboðslega gott og einfalt kjúklingapasta með heimagerðu pestói sem tekur enga stund að búa til en bragðlaukarnir fá svo sannarlega að njóta sín. 

Mæli með að þið kveikið á kertum þegar þið komið heim, eldið góðan mat og njótið með fólkinu ykkar. Þetta veðrið sem kallar á inniveru og kósíheit!

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups
No comments:

Post a Comment