Í vikunni kom nýtt skyr á markað með súkkulaðibitum og það gladdi mig einstaklega mikið. Ég ákvað að útbúa ljúffenga súkkulaðiskyrköku sem er ótrúlega góð og ég þori að veðja að þið eigið eftir að gera hana aftur og aftur. Skyrkökur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér eins og ég hef svo oft komið að hér á blogginu og ég verð að segja að þessi hér er sú besta já sú besta.
Skyr, rjómi og súkkulaði.... sannkölluð sæla.
Súkkulaðiskyrkaka með stökkum botni
Botn
- 200 g Digestive kexkökur
- 150 g brætt smjör
Aðferð:
- Bræðið smjör, myljið kexið og blandið því vel saman.
- Þrýstið kexblöndunni í form. (Ég notaði hringlaga smelluform 20x20)
Mér finnst langbest að nota smelluform eða lausbotna form þegar ég er að gera skyrköku en þá er auðveldara að ná kökunni upp úr forminu.
Fylling
- 300 g súkkulaðiskyr
- 250 ml rjómi
- 2 msk flórsykur
- 1 tsk vanilluduft eða dropar
- 100 g dökkt súkkulaði
Aðferð:
- Hrærið skyrinu, flórsykrinum og vanillu saman.
- Þeytið rjóma og saxið niður dökkt súkkulaði, blandið saman við með sleikju.
- Hellið blöndunni ofan á kexblönduna og kælið í 1 - 2 klst. (Best finnst mér að geyma kökuna í kæli yfir nótt en þá verður kakan stífari)
- Skreytið kökuna gjarnan berjum og dökku súkkulaði.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.
No comments:
Post a Comment