Monday, June 20, 2016

Lúxus vinkonuferð á Hótel Grímsborgum

Á þessum rigningarmánudegi er ágætt að rifja upp uppáhalds helgi í maí mánuði. Við vinkonurnar fórum í kærkomið orlof. Við fórum þrjár í þetta skiptið en það vantaði tvo úr hópnum okkar góða en þau eru bæði búsett erlendis, við höfum nefnilega undanfarin tvö ár farið til útlanda saman en það var ekki möguleiki þetta árið svo við ákváðum að gera vel við okkur hér á Íslandi. Það er nefnilega líka hægt að gera eitthvað saman án þess að þurfa að fara endilega erlendis, það er alls ekki síðra að fara út á land og gista á stjörnuhóteli eins og á á Hótel Grímsborgum. 

Ég hef sjaldan haft það eins huggulegt og þessa helgi, við gerðum mjög vel við okkur í mat og drykk og nutum þess að vera saman. Það skemmdi ekki fyrir að hótelið er eitt fallegasta sem hef ég komið á, við vorum svo heppnar að dvelja í einbýli og höfðum allt til alls. Upphaflega stóð til að skella okkur í bústað en því fylgir oft mikil vinna þ.e.a.s. pakka öllu niður, kaupa inn, koma sér fyrir, elda og pakka svo niður og þrífa. Við vildum helst sleppa við allt þar sem tíminn var naumur og því leyfðum við okkur lúxus að þessu sinni og sjáum alls ekki eftir því. Að mínu mati er þetta fullkomið fyrir vinahópa, að skella sér út fyrir bæinn og leyfa sér smá lúxus, kostar kannski aðeins meira en afþví maður er nú ekki að gera þetta á hverjum degi þá er það í góðu lagi. Mig langar að deila með ykkur nokkrum myndum af þessu góða fríi <3


Allar góðar ferðir byrja á skál!


Fríða og Eva, sjáið bara hvað þær eru sætar!
Maturinn er algjört gúrme, ég hef ekki hætt að hugsa um nautakjötið sem ég fékk í aðalrétt. Það er einmitt þetta sem við elskuðum, að vera í bústað en klæða okkur aðeins upp og fara út að borða. Fá okkur kokteil, góðan mat og fara síðan aftur í bústaðinn. Það fannst okkur algjört æði!
Morgunmaturinn ó morgunmaturinn, afhverju er þetta ekki svona á hverjum morgni. 
Húsið sem við dvöldum í var svo fallega innréttað að við vorum mjög lengi að skoða og dást af húsinu, virkilega smekklegt og bjart. 
Við vorum mjög endurnærðar eftir þessa ferð og ég get ekki beðið eftir því að fara aftur. 
Ég myndi gera margt fyrir þennan heita pott og þetta umhverfi í dag... jæks. Kannski ætti ég ekki að fara yfir þessar myndir á mánudegi haha. Nú ætla ég að skipuleggja aðra ferð með stelpunum, þetta var æði og ég mæli með að þið skellið ykkur í svona lúxus ferð í dásamlegu umhverfi. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 

1 comment:

  1. Sælar... flott grein hjá þér ... ég sé ! og frétti líka að þið hefðuð haft það gott hjá okkur ( ég var því miður ekki viðlátin vegna aðgerðar sem ég fór í á fæti og varð að hafa hægt um mig akkúrat þessa daga sem þið voruð hér ) Enn og aftur flott grein og myndir ég setti þetta á facebook síðuna okkar. Sjáumst vonandi fljótt kveðja KK.
    https://www.facebook.com/hotelgrimsborgir/?fref=nf

    ReplyDelete