Wednesday, April 13, 2011

Ein köka á dag kemur skapinu í lagJumm to the Í.

Ákvað í morgun að skella í nokkrar hollar smákökur - því mér vantar alltaf eitthvað nart yfir daginn! Og viti menn.. rambaði ég ekki á þessar líka dýrindis kökur. Hvílíkt lostæti! Ég er of spennt en það er í lagi því kökurnar eru svo góðar - ok,viðurkenni að það myndi líklega ekkert skemma að skella smá sjokkó með en ég prufa það um helgina.


Uppskrift:
2x Bananar / stappaðir
1x bolli af döðlum (ég lét veeeel í bollann) Bleytti þær í smá stund í heitu vatni áður en ég skar svo í smáa bita og blandaði saman við bananana...
1 tsk. vanilludropar
2 msk af kókos olíu

Þetta blandað saman

Svo ....

2x bollar af höfrum
1/2 af kókosflögum
1.msk af hörfræjum

Dass af kanil og pínkupons salt

Þessu öllu blandað saman og látið standa í ca. 10 mín.

Svo gerir maður litlar eða stórar kúlur - hvaðeina sem manni langar til þess að gera og skellir þessu í ofn á 175° - í 15-20 mín.

5 comments:

 1. Ég neita að baka eitthvað sem er dass í.. Kv. AH

  ReplyDelete
 2. mmmm...girnó! ég verð að prufa þetta! held ég skelli samt smá sjokkó með :D

  ReplyDelete
 3. Jömmí...þetta verður bakað við fyrsta tækifæri :)

  ReplyDelete
 4. Ég heimta að þú sendir mér nokkra svona í afmælisgjöf! :)

  ReplyDelete
 5. Mmm þetta prufa ég í nýja eldhúsinu í júlí - hvar sem það eldhús verður! Hljómar úúúgeð vel.

  ReplyDelete