Friday, April 15, 2011

Spergilskáls Pasta


Ég elska pasta... Mér finnst það alltaf gott. Sérlega í rjómalöguðum stíl! Jummí. En maður reynir að vera skynsamur í sambandi við rjómann, eins yndislegur og hann er.

Ég fæ mér ansi oft pasta.. mjög simpúlt og ekkert of óhollt. Vitaskuld er pasta ekkert hollt - en það er ekkert óhollt ef það sé borðað hóflega.


Pasta Brokkoooolííí (sagt með gervi ítölskum hreim)

Býsna góður hádegismatur og kvöldmatur

50 gr Heilhveiti eða spelt pasta

50-100 gr af brokkolí


1-2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
Þurrkaður Chili pipar
Rifinn Parmesan ostur
Ólívuolía
Salt og pipar
Brjótið brokkólíbúntin niður í minni búnt og skerið þykkustu stilkana frá blómunum. Hitið vatn í stórum potti, saltið og setjið brokkólíið út þegar suðan er komin upp. Sjóðið í um fimm mínútur. Brókkóliið á að vera mjúkt og nær fulleldað.
Takið brokkólíið upp úr vatninu . Sjóðið pastað í sama vatni og brokkólíið var soðið í.
Á meðan pastað sýður eru hvítlaukurinn og chili-flögurnar hitaðar í um 1/2 dl. af olívuolíu á stórri pönnu, passið upp á að laukurinn brúnist ekki. Bætið nú brókkólíinu út á pönnuna, veltið upp úr olíunni, saltið og eldið undir lokið á vægum hita í um fimmtán mínútur.
Bætið loks pastanu saman við, blandið smá ólívuolíu út á og berið fram með nýrifnum Parmesan.
Svo er ekkert betra en smá ruccola on the side og gott hvítlauksbrauð ef maður vill gera extra vel við sig...

No comments:

Post a Comment