Thursday, April 7, 2011

Matur er góður

Mér finnst mjög gaman að borða.. en mér leiðist þó stundum að elda bara fyrir mig. Þá reyni ég oft að hafa það bara simpúlt og fljótlegt. Grænmetissúpa er ein af uppáhalds súpunum mínum, ég er mikil súpukona. Hún er ansi einföld en klikkar aldrei, endalaust hægt að leika sér með hana. Þessi er af einföldustu gerðinni en mjög bragðgóð.

það grænmeti sem ég átti að þessu sinni inn í ísskáp, sætar kartöflur, ferskt sellerí, paprika, rauður laukur, brokkólí, gulrætur. Svo hálfur grænmetiskraftur og hálfur kjúllakraftur (hann gefur svo mikið og gott bragð) ég læt súpuna malla ótrúlega lengi - því lengur því bragðmeiri.


Fallegir litir í fallegu gulu pasta/grænmetis/ávaxta skálinni minni sem ég er svo skotin í.


That's what's cooking tonight my friend... grænmetissúpa og hrökkbrauð með osti og smá hnetum. Svo er fátt betra en að rífa smá ost og setja ofan á súpuna.. omm omm omm.

Þessi skál er krúttleg - hún fær að geyma ávextina mína líka.








1 comment:

  1. Bergþóra:
    mmm hvað þetta lítur vel út..!
    bloggið þitt er uppáhaldið mitt bara svo þú vitir það, alltaf uppfullt af hamingju og gleði og dúllulegheitum... lovit!

    ReplyDelete