Tuesday, April 19, 2011

Útlandaþrá... eða vorþrá?

Heima er vissulega best.... en ég myndi ekkert hata það að vera út í Englandi í vorblíðunni. Sérlega í London - að drekka gott kaffi, borða góða múffu, fylgjast með ótrúlega fjölbreyttu mannlífi, kíkja í eina-tvær búðir eða svo... og njóta þess að vera til í góðu veðri.

1 comment:

  1. Sigurrós AllansdóttirApril 22, 2011 at 12:34 AM

    Já það væri nú ekki leiðinlegt að skella sér til London Eva ég hugsa að það yrði nú kíkt í fleiri en tvær búðir.

    ReplyDelete