Friday, April 22, 2011

Páskabrauð :)


Bananabrauð er í sérlegu uppáhaldi hjá mér og ég mér finnst fátt betra en nýbakað bananabrauð með smjeri og osti. :-) Í morgun bakaði ég mína version....


1x egg
ca. hálfur bolli(lítill) af agave sírópi, í rauninni er það bara smekksatriði, ég átti ansi lítið eftir þannig það fór ca. 1/4 bolli í þessa uppskrift, en mætti alveg vera meiri.
2x stappaðir bananar
250 gr. speltmjöl
1.dl Haframjöli
1.dl Graskersfræ
1.tsk salt
1/2 matarsóti

Aðferð
Þeytið eggið og bætið agave sírópi saman við. Þeytið þetta vel saman í hrærivel, síðan eru bananar stappaðir og þeim bætt út í eggjablönduna og þetta hrært vel saman.
Sigtið speltið, matarsóda og salt og hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif. Síðan bætið þið haframjölinu og graskersfræum saman við hægt og rólega.

Svo er þessu smellt í form - ágætt að smyrja formið vel áður. Og ég skreyti pínu með fræum :)

Ofn : 180°, Tími : 45 mín!



´


Ansi ljúffengt og fljótlegt.

1 comment:

  1. Svo myndarleg Eva mín.. hlakka til að koma yfir í eitt nýbakað í sumar;)

    ReplyDelete