Friday, May 6, 2011

Hollt dipp og súkkulaðihjúpuð jarðaber.

Gott dipp og súkkulaðihjúpuð jarðaber. Fátt um betra!





Uppskrift af ótrúlega góðu dippi.

1x stór kotasæludós
1x mild salsasósa
1x rauð paprika
1x græn paprika
3/4 af ágúrku
2x tómatar
1x rauður laukur

That's it!

Kotasælan neðst - salsasósan yfir - og svo grænmetið ofaná, fallegir litir og ljúffengt með hrökkbrauði eða snakki svona þegar að maður vill gera vel við sig :o)






Súkkulaðihjúpuð jarðaber er þokkalega góð - svo gott að hafa eitthvað ferskt með súkkulaðinu.

Ég valdi mér gott súkkulaði - siríus auðvitað! Bræddi súkkulaðið yfir vatnsbaði og klæddi svo jarðaberin í súkkulaðiklæðin.


Góða helgi allir saman, gerið eitthvað skemmtilegt! Ég ætla allavega að hafa það huggó með yndislegum vinkonum í kvöld og í fyrramálið fer ég í reynsluflug númer tvö til Frankfurt. Þannig þetta stefnir allt í sérdeilis fína helgi :o)

No comments:

Post a Comment