Þessi helgi hefur liðið ansi fljótt og verið frekar skemmtileg.
Ég fór í mitt fyrsta æfingaflug í gærmorgun, ferðinni var heitið til Lundúna. Spennan leyndi sér ekki, svaf agalega lítið um nóttina en þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og við lærðum ansi margt. Hlakka rosa til að fara að fljúga meira...
Svo er ungfrú Ísland komið á fullt skrið, eftir flugið
í gær fór ég beint í myndatökur. Getið rétt ímyndað ykkur ferskleikann eftir flugið og svefnleysið - en þetta gekk þó allt saman prýðilega. :-) Svo var ræs and shine í morgun klukkan sjö því við áttum að mæta í world class klukkan korter í níu. Dejligt, við byrjuðum á því að fara í ketilbjöllutíma. Ég viðurkenni það fúslega að þetta var með þeim erfiðari íþróttatímum sem ég hef farið í en agalega skemmtilegur. Svo fórum við í laugar spa og á fyrirlestur hjá næringarfræðingi. :-)
Þannig það er nóg um að vera framundan - og það er bara gaman, væri samt alveg til í að veðrið færi að sjá um sína hér á klakanum. Nú er kominn Maí og nú þarf sólin að fara að skína.
Eftir myndatökuna í gær, annasamur en mjög svo skemmtilegur dagur :-)
þú ert svo glæsileg stelpa ! er ekkert smá stolt af þér hehe :) gangi þér vel =)
ReplyDeleteKv. Alma