Thursday, May 26, 2011

Heimalagaður andlitsmaski sem kostar eina tölu.

Ég prufaði þessa uppskrift og mér finnst maskinn virka vel á mína húð, ég á líka voða fínan andlitsmaska sem kostaði grilljón og hann er alls ekkert betri. Þannig maður getur verið voða fínn með því sem maður á í ísskápnum. :o)
Ég þarf meiri raka í mína húð og því fann ég uppskrift sem að passar fyrir það.
Semsé..

- 1/2 Avókadó
- 2 Matskeiðar af hunangi
- Haframjöl, ég setti ca. eina lúku

Þessu blandað vel saman. Voila!


Þetta er snilld, því þetta tekur í burtu dauðar húðfrumur og gefur húðinni aukin raka.
Áður en að maskinn er settur á þá er gott að skola andlitið í volgu vatni og svo er maskinn látinn standa á í 10 mín. og þá er maskinn skolaður af uppúr volgu vatni.


Einfaldara og ódýrara verður það ekki


1 comment: