Monday, March 19, 2012

Fiskur í Raspi


Ég elska fisk og mér finnst voðalega gaman að elda hann.
Ég prufaði öðruvísi aðferð með fisk í raspi.

Spínat-spergilskáls rasp

2 Lófar spínat
2/4 Spergilkálshöfuð
1 Hvítlauksgeiri
100 gr. Rasp
2 msk. Fetaostur
1 msk. Olía
Safi og rifinn börkur úr 1/2 Lime
Salt & pipar að vild!

Allt saman í matvinnsluvél í fáeinar mínútur.

1 egg og mjólk pískuð saman, fiskurinn settur ofan í vökvann og svo ofan í rasp-skálina.

Síðan steikjum við hann á pönnu upp úr olíu eða smjeri, mér finnst alltaf gott að steikja upp úr olíu og  setja smá smjör með.













Mjög góður fiskur með fersku salati og jógúrtsósu.
Njótið vel!

xxx

Eva Laufey Kjaran

10 comments:

  1. Fanney VigfúsdóttirMarch 19, 2012 at 8:23 AM

    sleeef! verð að prófa þetta snillingurinn þinn :)

    ReplyDelete
  2. Nýbúin að komast á slóðir þessa bloggs og þvílíka snilldin - ótrúlega gaman að lesa vel skrifuð og skemmtileg blogg hjá þér ... og í ofanálag er allt svo girnilegt :) Takk fyrir að deila þessu með mér og öllum hinum :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir að skoða bloggið Ella og gaman að heyra að þér líkar vel við :)

      Delete
  3. ég er sko langt frá því að vera hrifin af fiski, en þetta lítur mjög vel út og er ægilega girnilegt! það sem ég elska þetta blogg :)
    pant prófa.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Fiskur er svo dásamlegur Dagný. Ég mæli með að þú prufir :-) hehe

      Delete
  4. Prófaði í gær og þetta var æðislegt !
    Ég átti smá afgang af raspinu og er að spá í að gera aftur svona í kvöld, svo gott var þetta !

    Takk fyrir uppskriftina :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. En ánægjulegt að heyra Thelma :) Takk fyrir að skoða bloggið.

      Delete
  5. Ótrúlega girnilegt, mun pottþétt prufa þetta!
    En hvernig fisk notaðir þú? Ýsu?
    Kv. Arna

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já ég notaði ýsu Arna :) Mæli með að þú prufir.

      Delete