Ég hef verið að velta fyrir mér Facebook undanfarið í ljósi
þess að svo margir tala um það hvar við
eiginlega værum ef ekki væri fyrir Facebook.
Auðvitað er þetta frábær miðill að mörgu leyti, auðveldar
samskiptin og öflugur auglýsingamiðill.
Virðing í garð annarra er þó lítil á Facebook, að því leytinu að hver og einn þykir öðrum betri. Fólk keppist um að deila fréttum, það er ekkert að því að deila fréttum en fólk lætur oft sínar sterku skoðanir fylgja með, sömuleiðis hvað varðar stöðuuppfærslur.
Virðing í garð annarra er þó lítil á Facebook, að því leytinu að hver og einn þykir öðrum betri. Fólk keppist um að deila fréttum, það er ekkert að því að deila fréttum en fólk lætur oft sínar sterku skoðanir fylgja með, sömuleiðis hvað varðar stöðuuppfærslur.
Það er ekki skylda að
við séum öll sammála í einu og öllu en við eigum að bera virðingu hvort fyrir öðru. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, mér finnst
þessi setning eiga vel við þar sem alltof margir deila skoðunum sínum á þann máta sem ekki er við hæfi að mínu mati.
Fólk ætti að vera meðvitað um það sem það segir á
internetinu. Það er ekki hægt að skýla sig á bakvið tölvuna.
Mér finnst eins og fólk geri sér ekki grein fyrir skrifum sínum oft á tíðum, því það er alveg jafn þýðingarmikið að skrifa á netinu og að segja það beint við manneskjuna.
Ég hef verið óþægilega oft vitni af því á Facebook að fólk
þurfi að skýla sig á bakvið tölvuna í þeim tilgangi að rífa aðrar manneskjur
niður og að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. Þetta kallast á góðri íslensku heigulskapur.
Það sem þú segir á netinu stendur. Hvort sem þú eyðir því út eður ei, það sem
þú skrifar á netinu gildir.
Tökum ábyrgð á því sem við setjum á netið, hugsum fyrst,
skrifum svo. Einblínum á það sem gott er – það er ferlega leiðinlegt að fylgjast
með þessum dómsal sem Facebook er meira og meira að verða að.
Við erum ekki
dómarar, það gera allir mistök, ég geri mistök og þú gerir mistök.
Í fyrsta lagi er enginn klárari en annar, það er ósköp hættulegt fyrir þann einstakling
sem lítur þannig á sig að vera með gjörsamlega allt á hreinu og að aðrir sem eru honum ekki
sammála séu eintómir vitleysingar.
Ég held að það sé hættulegt fyrir hvern og einn einasta
að telja sig vera betri en annar.
Í öðru lagi hafa allir þann rétt að trúa á sig og sínar skoðanir. Það er enginn ein skoðun réttmætari en önnur. Við þurfum að læra að virða aðrar skoðanir í stað þess að lítillækka þær manneskjur sem eru ekki sammála okkar eigin skoðunum.
Gagnrýnin hugsun er mikilvæg, við erum oft fljót að taka okkur afstöðu án þess að vita meira um málið.
Laugardagshugleiðing Evu sem er komin með leið á leiðindum.
xxx
Eva Laufey Kjaran
Vel orðar og mikið hjartanlega er ég sammála þér! :)
ReplyDelete