Ég fékk margar fyrirspurnir um það hvaða stút ég notaði til þess að búa til rósir og hvernig maður býr til svona rósir svo ég tók nokkrar myndir sem vonandi sýna ykkur hversu auðvelt það er að laga svona fallegt kökuskraut.
Ég nota stút frá Wilton númer 2D.
Ég fékk hann í Noregi og er því miður ekki viss hvar hann fæst hér, en endilega ef það er einhver sem veit það þá má sá hinn sami endilega deila því með mér og okkur.
Mér finnst þessar rósir einstaklega fallegir.
Þegar að ég bý til margar saman þá grunna ég kökuna fyrst með kreminu og geri svo rósirnar.
Með því þá festast þær betur.
Með því þá festast þær betur.
Gott er að setja kökuna í kæli þegar að þið eruð búin að skreyta kökuna, því kremið er misjafnlega stíft og það væri heldur leiðinlegra ef skrautið færi að leka.
Í dag lagaði ég vanillu cupcakes með vanillusmjörkremi
Vanillu cupcakes
250 gr. Sykur
140 gr. Smjör
2 Egg
250 gr. Hveiti
250 gr. Hveiti
1 1/2 msk. Vanilla Extract
1 tsk. Lyftiduft
1 - 2 dl. Mjólk
Þeytið saman smjör og sykur í þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli.
Sigtið saman hveiti og lyftiduft amk. þrisvar sinnum. Bætið hveitiblöndunni, vanilla extract og mjólkinni saman við og blandið mjög vel saman í nokkrar mínútur þar til blandan verður orðin silkimjúk.
Setjið í cupcakes form og inn í ofn við 180°C í 20 mínútur.
Kælið alveg að bakstri loknum og skreytið með góðu kremi.
Smjörkrem:
230 gr. Mjúkt smjör
5 dl. Flórsykur
2 tsk Vanilla Extract
2 msk. Mjólk
Ég skipti kreminu í tvo helminga og lét smá bleikan matarlit í annan helminginn.
Helmingur hvítur og helmingur bleikur.
Kemur sérlega skemmtilega út á kökunum.
Fallegar vanillu cupcakes.
WILTON 2D Stútur
Nr. 1 Nr.2
Nr.3 Nr.4
Nr.5 Nr.6
Yndislegar.
Glimmer sem er algjör snilld. Fæst m.a. í Hagkaup
Fallegar cupcakes og fallegar rósir.
Skemmtilegt að bera þær fram.
Ég vona að þið njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran
2D fæst í Partýbúðinni :)
ReplyDeletePs mjög skemmtilegt og girnilegt blogg hjá þér! :)
Ég keypti minn í Allt í köku í Ármúlanum, mjög skemmtileg búð.
ReplyDeleteJóna
ég hef líka keypt 2D í Allt í Köku sem og hinn stútinn til að búa til rósir 1M minnir mig að hann heiti :-)
ReplyDeleteÉg keypti Wilton 2D hjá mömmur.is ( SmáPrent, Skagabraut )
ReplyDeleteKveðja
Sigrún
ég er orðlaus þetta er svo fallegt!
ReplyDelete-arna
En gaman að heyra :)
DeleteÞetta er svo fínt og fallegt og VAR LJÚFFENGT!
ReplyDeleteÞú færð aðra þegar að þú kemur upp á Skaga, svo mikið er víst. Þá gúffum við í okkur kökur og höfum gaman.
DeleteTakk fyrir allar ábendingarnar :)
ReplyDeleteÉg keypti svona í mömmur.is :)
ReplyDeleteKV. Karí
ég keypti sett frá wiltons í dag í húsasmiðjunni, voru til mismunandi annað með fullt, fullt af stútum og mjög flott, keypti nú ódýrara byrjunarsett hehehe. En þeir áttu líka aukastúta og svo auka poka..........
ReplyDeletekv. Kristín S
Ég gerði þessa uppskrift og þær urðu bara rosalega stökkar að utan, eins og það væri að brjóta þær ,, og svona pinu mjúkar inni .. Hvað er ég að gera vitlaust ?
ReplyDeleteÞær eru frekar stökkar að utan hjá mér, en mjúkar að innan. Ofnar eru mjög mismunandi, gæti verið að þú þurfir að vera með þær styttri í þínum ofn. Ég myndi prufa það t.d. :) Ég vona að þær verði betri hjá þér næst xxx
DeleteEn þær fellur lika, á ég frekar að hafa blástur ? Ég er farin að hallast að því að ofnin sé eithvað bilaður
DeleteEn þær fellur lika, á ég frekar að hafa blástur ? Ég er farin að hallast að því að ofnin sé eithvað bilaður
ReplyDeleteJá, prufaðu blástur. Ég vona að þetta heppnist. :)
DeleteVeit að Wilton pokar og stútar fást í Kosti :)
ReplyDeleteGirnilegar! ætla að prufa þessar í dag! :)
Ég er búin að gera þessa uppskrift tvisvar sinnum og kökurnar eru alveg geggjaðar!! Bæði eru kökurnar svo góðar sjálfar en kremið er líka alveg meiriháttar. Það eina sem ég breytti var að ég bakaði kökurnar aðeins í 16 mínútur á blæstri og svo bætti ég smá kaffi út í kremið. Ég held að þetta séu bara hinar fullkomnu bollakökur :-) Takk kærlega fyrir þessa uppskrift Eva Laufey.
ReplyDeletekveðja, Ragna
Er hægt að nota þessa uppskrift sem vanillukökubotn?
ReplyDelete