Saturday, March 24, 2012

Orkuríkt Berjaboozt

 Líkt og ég hef sagt áður þá finnst mér mjög gott að laga mér boozt eins oft og ég get.
 Þetta boozt er svakalega gott.

Berjaboozt 

2 1/2 dl. Frosin ber (Ég skolaði þau áður en ég notaði þau)
2 Lófar spínat
1 Banani
1 1/2 msk. Hörfræ
Engiferrót eftir smekk. Rótin skræld og rifinn niður með rifjárni. 
1 Stórt glas Trópí Tríó 

Allt saman í blandarann í nokkrar mínútur. 

Orkumikið og bragðgott. 









Í morgun vaknaði ég við sólargeisla, það var dásamlegt. Dreif í sund og er búin að hafa það ansi huggulegt. Næst á dagskrá er göngutúr í sveitinni.
 Þegar veðrið er gott þá langar manni  að gera allt og njóta þess að sleppa dúnúlpunni. 

Það verður allt betra með sólinni og góðum boozt auðvitað!

Ég vona að þið eigið ljúfa helgi.
xxx

Eva Laufey Kjaran

4 comments:

  1. Girnilegt boost!
    En ma eg spyrja, hvada Vanilla extraxt notar þú alltaf í baksturinn? Hvar fæst þad? ...sem sagt það eru ekki vanilludropar?:)
    Kv maria

    ReplyDelete
    Replies
    1. Í Hagkaup María. Mér finnst algjört möst í baksturinn að nota Vanilla Extract :)

      Delete
  2. Sæl

    Les þig alltaf og fer bráðum að nenna að baka e-ð eftir þig ;)
    En ein ábending með hörfræin -

    "Til þes að líkaminn geti tekið upp næringuna úr hörfræjum þá þurfa þau að vera mulin eða hafa verið í bleyti yfir nótt"
    http://www.heilsubot.is/page/horfrae

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir ábendinguna, en ég held að þau séu ágætlega mulin í blandaranum. En gaman að þú skoðir bloggið :-)

      Delete