Sunday, March 11, 2012

Mini-ostakaka


Ég er ansi hrifin af ostakökum og skyrkökum. 

Famelían ætlar að koma til mín í kvöld og langaði mig til þess að bjóða þeim upp á eitthvað gott, eitthvað sem tekur ekki mikinn tíma til þess að laga og er tiltölulega einfalt. 
Ég ákvað að laga þessar mini-ostakökur því mér finnst þær bæði svakalega góðar og fallegar að bera fram. 

Mjög einföld og fljótleg uppskrift. 

Þessi uppskrift er fyrir 4 - 5 manns. 

Uppskrift

140 gr. Digestive kexkökur
50 gr. Lu Bastogne kexkökur
120 gr. Smjör, brætt. 
1 msk. Púðursykur
25 gr. Flórsykur
200 gr. Philadelphia rjómaostur/ Eða vanilluskyr
120 gr. Rjómi
120 gr. Dökkt súkkulaði, brætt. 
Fræ úr 1/2 vanillustöng
1 tsk. Vanilla Extract
Fersk ber að eigin vali, ég notaði hindber í þetta sinn. 
Hvítt súkkulaði til skreytingar

Aðferð 

  1. 1. Kex, púðursykur og smjör sett í matvinnsluvél þar til þetta verður orðið að fínni blöndu líkt og sést á mynd hér fyrir neðan. 
  2. Þeytið rjóma,bætið flórsykrinum, vanillu fræjum og vanilla extract saman við. Ég lét rjómablönduna í aðra skál í augnablik á meðan að ég lét rjómaostinn í hrærivélina í smá stund, svo blandaði ég rjómablöndunni saman við rjómaostinn. Blandið þessu vel saman í hrærivél í um það bil tvær mínútur. 
  3. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. 
  4. Þá er að finna til skálar, mér finnst þó ansi lekkert að bera kökuna fram í fallegum glösum. Hæfilega mikið í hverju glasi vegna þess að oft vill maður bara smá sætt eftir þunga máltíð. 
  5. Kexblandan fer fyrst í glasið, svo vel af ostablöndunni, ein skeið af bræddu súkkulaði, smá kex ofan á, aðeins meiri ostablanda, aftur smá súkkulaði og síðan  fersk ber. Rífum svo niður hvítt súkkulaði á toppinn. Það gefur eftirréttinum extra gott bragð. 
  6. Það er hægt að bera kökuna strax fram en ég mæli þó með því að hún verði í kæli í 2 - 3 klst áður en þið berið hana fram. 
Ég vona að þið njótið vel. Ég er mjög spennt að fá mér þennan eftirrétt í kvöld. 















Það væri nú ekkert fjör ef við hefðum ekki eftirrétti. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

3 comments:

  1. Takk fyrir skemmtilega sidu og frábærar uppskriftir, hef prófad nokkrar :)

    ReplyDelete
  2. umm girnó...ætla að prófa þetta!

    ReplyDelete
  3. Er hægt að gera hana kvöldið áður ? :)

    ReplyDelete