Smákökur eru vissulega ómissandi um jólin, það er mjög gaman að prufa nýjar uppskriftir og það er alltaf ákveðinn sjarmi að baka kökurnar sem hafa fylgt fjölskyldunni í mörg ár. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift að dásamlegum súkkulaðibitakökum en uppskriftina að þeim fann ég í norsku tímariti sem ég held mikið upp á. Marenstopparnir hennar mömmu hafa alltaf verið í miklu eftirlæti hjá mér og ég leit alltaf á þær sem "spari" smákökurnar. Þær eru mjög einfaldar en ótrúlega góðar. Ég vona svo sannarlega að þið njótið vel kæru vinir.
Dökkar súkkulaðibitasmákökur
115 g smjör, við stofuhita
130 g púðursykur
1 egg
160 g hveiti
30 g kakó
1 tsk vanillu extract (eða
vanilludropar)
130 g dökkt súkkulaði (brætt yfir
vatnsbaði)
250 g súkkulaðihnappar (dökkt súkkulaði)
1 tsk lyftiduft
1.
Byrjið á því að bræða 130 g súkkulaði yfir
vatnsbaði og leggið til hliðar.
2.
Þeytið sykur og smjör saman þar til blandan
verður létt og ljós.
3.
Bætið egginu og vanillu saman við og hrærið vel.
4.
Sigtið þurrefnin saman, bætið hveitiblöndunni og
brædda súkkulaðinu saman við.
5.
Að lokum bætið þið súkkulaðihnöppum eða
grófsöxuðu súkkulaði saman við með sleif. Þið getið auðvitað notað hvaða
súkkulaði sem er, mér finnst dökkt súkkulaði voðalega gott en þessar kökur eru
dásamlegar með öllu súkkulaði.
6.
Ég notaði msk til þess að búa til kúlur. Setjið
kúlurnar á bökunarpappír í ofnskúffu og þrýstið smávegis á kúlurnar áður en að
þið setjið þær inn í ofn.
Bakið í miðjum ofni við 160°C í 12 mínútur.
Bakið í miðjum ofni við 160°C í 12 mínútur.
Ég bræddi smávegis af súkkulaði og dýfði kökunum ofan í, skreytti þær svo með sykurskrauti.
Algjör súkkulaðisæla og kökurnar smökkuðust mjög vel að mínu mati.
Marenstopparnir hennar mömmu
3 stk eggjahvítur
200 g sykur
1 tsk vanillu extract eða vanilludropar
180 g súkkulaði, smátt saxað
100 g mulið kornflex
70 g kókosmjöl
70 g kókosmjöl
Stífþeytið eggjahvítur og sykur, bætið vanillu saman við þegar marensinn er
alveg að verða klár. Saxið súkkulaðið smátt og myljið kornflexið, blandið því varlega
saman við marensinn með sleif. Ég notaði tsk til þess að búa til kökurnar.
Setjið þær á bökunarpappír í ofnskúffu og bakið í miðjum ofni við 150°C í 15 –
20 mínútur.
Þessar kökur eru virkilega góðar, marenstopparnir hafa verið í eftirlæti hjá mér frá því að ég var lítil og þær eru algjörlega ómissandi á jólum að mínu mati. Súkkulaðibitakökurnar smökkuðust mjög vel og ég á eftir að baka þá uppskrift mjög oft.
Ég vona að þið hafið það gott og að þið séuð ekki í of miklu jólastressi.
Vonandi eigið þið ljúft kvöld framundan.
xxx
Eva Laufey Kjaran
No comments:
Post a Comment