Monday, December 17, 2012

JólaPavlova

Pavlova er dásamleg marensterta með rjómakremi og ferskum berjum. Tertan heitir Pavlova til heiðurs rússnesku ballet stjörnunni, Önnu Pavlova. Árið 1926 þá dansaði hún bæði í Ástralíu og í  New Zealand og þar var þessi dásamlega terta fundin upp.

Pavlova hentar mjög vel sem eftirréttur og í raun hvenær sem er. Hún er mjög einföld og er alltaf sérlega bragðgóð. Hægt er að nota hvaða ber sem er, fer allt eftir smekk hvers og eins.   
 Daim súkkulaðið gegnir lykilhlutverki í JólaPavlovunni því ég er viss um að við getum flest verið sammála um að smá súkkulaði sé nauðsynlegt eftir jólamatinn.

Ég vona að þið njótið vel og ég mæli með að þið prufið þessa tertu.
Jóla Pavlova

MARENSBOTNAR

6 Stk eggjahvítur
300 g sykur
1 ½ tsk mataredik
1 tsk vanilla extract eða dropar
Salt á hnífsoddi

Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum
og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar
marensinn er orðinn stífur. Teiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° Cí 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna íalla vega 3 klst í ofninum. (mamma benti mér á að það væri best að geyma marensinn yfir nótt í ofninum sem og ég gerði)

Rjómakrem með Daim

200 ml rjómi
2 – 3 msk flórsykur
Eitt stórt Daim-súkkulaðistykki

Léttþeytið rjóma og bætið flórsykri út í á meðan þeytt er. Saxið

súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið súkkulaði varlega saman við rjómann með sleif. Setjið rjómakremið á tertuna og skreytið kökun  með allskyns berjum,  dreifið nokkrum myntulaufum yfir berin. Sigtið smávegis af flórsykri yfir 

Einföld, dásamleg og svo sannarlega mikið augnyndi. 

xxx
Eva Laufey Kjaran

4 comments: