Ég er mjög mikið afmælisbarn og finnst ótrúlega gaman að eiga afmæli, eins og flestum. Ég vaknaði eldsnemma og borðaði köku með fjölskyldunni minni. Þau stungu svo af til New York og Haddi stakk af í vinnu svo ég fór suður og hitti elskulega vini mína. Ég tók auðvitað nokkrar myndir sem ég ætla að deila með ykkur.
Borðuðum ljúffengan mat á Borginni, ég mæli svo sannarlega með Fjarkanum á matseðlinum.
Elskulegu vinir mínir sem ég er svo heppin að eiga. Nafnahringur, byrjum til hægri. Erna Guðrún, ég, Guðrún Selma, Stefán Jóhann, Sara Karen, Vera Líndal, Guðrún Sóley, Anna Margrét, Eva og svo loks Fríða mín.
Ég var svo heppin að fá afmælisköku sem smakkaðist ótrúlega vel.
Ég kom með teppi og köku, ferðinni var heitið á Austurvöll þar sem við sátum og borðuðum köku í góða veðrinu.
Seinnipartinn var komið að því að kveðja Stúdentaráð, setu minni er lokið í ráðinu eftir þrjár góðar annir. Ég var formaður Menntamálanefndar og sat í Stúdentaráði, mikil ósköp sem ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að vinna með frábæru fólki og þau hér að ofan eru í sérstöku uppáhaldi. Kippan dásamlega, fyrir rúmum tveimur árum þá þekktumst við ekki neitt en í dag erum við ótrúlega góðir vinir og ég er rík að hafa kynnst þessu fólki sem mér þykir svo vænt um.
Dagurinn var semsé algjörlega frábær og endaði á vídjóglápi með manninum mínum sem var mjög huggulegt. Það er svooo gaman að eiga afmæli, þá sérstaklega ef maður hefur tækifæri á að eyða deginum með svona góðu fólki.
xxx
Eva Laufey Kjaran
Hæhæ,
ReplyDeleteHvernig krem notaru á afmæliskökuna?
P.S. Glæsilegt matarblogg! Hlakka til að kaupa bókina þegar hún kemur út;)