Þetta er uppáhaldið mitt í morgunsárið, ég elska þegar ég hef nægan tíma á morgnana til þess að útbúa mér morgunmat. Hundfúlt að fara með tóman maga út í daginn. Þessi grautur eru sérstaklega einfaldur og fljótlegur, svo er hann líka mjög góður. Hér kemur uppskriftin, ég vona að þið prófið og njótið vel.
Chia grautur
1 dl haframjöl
1 1/2 dl vatn
1 1/2 dl mjólk
3 msk chia fræ
smá salt
Öllu blandað saman í pott og hitað við mjög vægan hita þar til grauturinn hefur þykknað, hrærið vel í á meðan. Berið grautinn fram með smá agavesírópi og ferskum berjum. Ég var svo heppin að fá þrjár öskjur af dásamlegum Íslenskum jarðaberjum í gær og ég naut þess að borða þau í morgunsárið. Vá, hvað íslensku berin eru miklu betri en þau útlensku.
Ég vona að þið eigið ljúfan föstudag kæru vinir. Við heyrumst fljótlega!
xxx
Eva Laufey Kjaran
Hæ hæ, virkilega gaman að lesa síðuna þína og prufa uppskriftir sem að þú setur hérna inn! Ég er einmitt lengi búin að ættla að gera mér svona Chia graut, á fræin og allt, enn vissi aldrei almennilega hvernig ég ætti að gera hann svo að þetta er snilld! En þarf ég ekkert að leggja Chia fræin í bleyti daginn áður? Finnst ég hafa heyrt það einhverstaðar...
ReplyDeleteÉg legg þau stundum í bleyti, en þá bara í svona 10 mínútur. Það er alveg nóg fyrir mitt leyti, það er ekki nauðsynlegt að bleyta þau. Ég prófaði mig bara áfram :) Ég mæli með að þú prófir grautinn - ansi góður.
DeleteBestu kveðjur,
Eva Laufey
Ég prófaði þennan graut og hann var ekkert smá góður! Þú er snillingur, elska uppskriftinar þínar og þessa síðu :)
ReplyDeleteKær kveðja,
Ragnheiður