Vinir gefa lífinu lit, svo mikið er víst. Ég átti stórgott kvöld með bestu vinum mínum um helgina, við elduðum saman og þegar ég segi að við elduðum þá meina ég að Eva og Stefán elduðu ofan í okkur ljómandi gott satay kjúklingasalat sem okkur þykir svo gott. Að vísu átti þetta að vera fundur fyrir Danmörku ferðina en það var lítið fundað. Það styttist í að við förum til Kaupmannahafnar og þar ætlum við m.a. að fara á Beyonce tónleika. Ég get ekki beðið, ég hlakka svo óskaplega til að fara út og vera úti með vinum mínum... og já ég hlakka líka rooosalega mikið til að sjá Beyonce.
Salatið er ferlega gott og ég mæli með að þið prófið. Eva og Stefán bættu við einu mangó og einum rauðlauk. salatið varð enn betra fyrir vikið.
Eva blandaði handa okkur sumardrykk og það var auðvitað skálað!
Við tókum okkur góðan tíma fyrir myndatöku, mjög mikilvægt. haha.
Fríða, Stefán Jóhann, Eva og Agla. Ótrúlega fallegir og vel gerðir einstaklingar.
Það var mikið hlegið og ég gat ómögulega verið venjuleg á myndunum.
Þessa mynd stal ég af honum Stefáni, hann tók þessa mynd á símann sinn.
Ég er endurnærð eftir að hafa hlegið mikið með vinum mínum um helgina, það verður mjög mikið að gera hjá mér í maí en það gerði gæfumuninn að byrja mánuðinn á því að hitta þessa góðu vini mína.
xxx
Eva Laufey Kjaran
No comments:
Post a Comment